Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 10
58 STJARNAN Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates FIMTANDI KAPÍTULI Meðan viÖ lágum á höfninni i Buenos Aires komju svo mörg hfiaÖin skip frá Bandaríkjunum, a<5 markaöurinn offyltist og ég útvegaÖi mér farm til Lirna í Peru. Eins og áður er sagt frá, hafÖi ég í annari ferÖ ákveðið aldrei að njóta áfengis- framar, og endurnýjaði ég heit mitt, þegar við yfirgáfum Buenos Aires. í þessu bindindisverki var ég aleinn, þar sem enginn af skipverjum vildi ganga inn á þetta, heldur meintu þeir, að þetta væri alt hégómi. Samt sem áður varð ég að kannast við, að ákvörðun mín væri að öllu leyti réttmæt. Á þessari ferð suður komum við til Frakklands-eyjanna, sem liggja til norð- austurs frá Cape Horn. Hér reyndum við að komast i höfn, af þvi að stormur skall á, en ofveðrið var of mikið. Þegar við komum að Cape Horn urðum við að berjast við hvassan vestan vind i þrjátíu daga og það var yfir kaldasta tima ársins. Skipið skemdist dálítið af hinum voldugu holskeflum og langvar- andi stormi. Að lokum lægði veðrið svo að við gátum komið okkur fyrir hornið og stefndum á Juan Fernandez, sem liggur 1400 mílur fyrir norðan Cape Horn. Þegar við komum norður á bóg- inn varð veður hlýrra. Eftir að' hafa siglt 2600 mílur frá hinum veðurbarða > höfða, fórum við að eygja hin ofurháu f jöll í Peru yzt úti við sjóndeildarhring- inn og þó vorum við áttatíu mílur frá ströndinni. Skömmu seinna vörpuðum við akkeri í Callao, sem er höfn Lima borgar, er liggur sex mílur frá strönd- inni. Það var mikil eftirspurn eftir vörum frá Norður Ameríku og losuðum vio okkur fljótlega við farminn. Fyrsti stýr’imaðurinn og tveir bkip- verjar gengu á land, til að kaupa vistir, en hermannahópur, sem kom innan úr landinu, réðist á þá og rændi borgina lika. Þegar fyrsti stýrimaðurinn kom út á skipið aftur skýrði hann frá, að þegar hermennirnir fréttu hvaðan hann var, leiddu þeir hann út fyrir foorgina, til þess að skjóta hann. En þegar þeir komu út þangað, var einn hermaður með- al þeirra, sem kom hinum til að láta stýrimanninn eiga sig, eftir að þeir höfðu barið hann rösklega með sverðshjöltum sinum. Hermannahópurinn hafSi hótað að ráðast á skipið, svo að við bjuggum okkur undir að verja okkur. En það varð aldrei neitt úr þvi áhlaupi. Landslagið kringum Lima er mjög svo fagurt, veður hlýtt og loftið hreint. Alt þetta virðist gera sitt til að gera þetta land að skemtilegum bústað. En einn einasti landsskjálfti (og þeir eru margir) ef til vill um miðja nótt, svo að íbúarnir verða að flýta sér út á strætin, til að verða ekki drepnir undir hinum hrynj- andi byggingum, grátandi og kveinandi, er nóg til að gera mann fúsann til að leita sér að öðrum stað, hvar sem vera skal á jörðunni. þar sem maður getur haft fasta jörS undir fótum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.