Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 59 I Callao tókum viÖ fleiri farþega meÖ okkur, sem ætluÖu til l'ruxello, sem lá á áttunda mælistig fyrir sunnan miÖjarð- arlínuna. Hér seldum viÖ “Chatsworth” spönskum kaupmanni fyrir $10,000. Sjö þúsund dollara af þessari upphæÖ voru í óstimpluðum silfurspöngum. Þar eð stjórnin í Peru hafði bannað útflutning í silfri og gulli, urðu útlendingar og kaup- menn að fara margar krókaleiðir i við- skiftum sínum. Við komum okkur sam- an um að hann skyldi afhenda mér silfrið úti á höfninni, þegar tíminn væri kom- inn til að sigla i burtu frá Truxello. Kaupmaðurinn lofaði að láta tvo Indíána, sem hann hafði leigt til þess og sem hann sagði að væru alveg áreiðanlegir, færa mér silfrið um nóttina. Og ein- mitt samkvæmt samningunum komu þá um nóttina tveir Indíánar róandi að skipshliðinni laust fyrir miðnætti. Við drógum silfrið upp á skipið og fundurn þar hina tilteknu upphæð. Eg afhenti þá kaupandanum “Chats- worth” og kvaddi stýrimennina og skips- lröfnina. Bróðir minn, sem var fyrsti stýrimaður, varð nú skipstjóri fyrir hinn nýja eiganda, til aS fara í langferðir um Kyrrahafið, og annar stýrimaðurinn varð nú fyrsti stýrimaður. Sjálfur fór ég á skonortu, sem áttu heima í Peru, sem farþegi til Eima. Eg vissi vel að ég myndi stofna lífi mínu í hættu, þar eð skipstjórinn og skipshöfnin, sem ég varð að afhenda silfrið til gæzlu, hefði getað orðiS fyrir þeirri freistingu að koma mér í burtu úr tilverunni peninganna vegna, en það var engin önnur leið, því að það var ekki hægt að. komast til Lima öðru- vísi. Eg gaf náinn gaum að þeim við öll tækifæri, og fullvissaði mig um að stefnuna, sem þeir tóku, var hin rétta. Eftir sjö daga siglingu vörpuSum við akkeri í Callao flóanum. Hér neitaði skipstjórinn að afhenda mér þessa sjö þúsund dollara í silfri, sem ég hafði af- hent honum til geymslu, og bar hann hönd fyrir höfuð sér með þeirri afsökun, að stjórnin í Peru leyfði honum það ekki. Þetta skildi hann vel þegar ég fyrst afhenti honum peningana. Hann vissi einnig að ef hann skyldi gera yfir- völdunum aðvart, að hann hefði peninga á skipinu, sem tilheyrðu útlendingi, þá myndi stjórnin gera þá upptæka og nota þá í eigin þarfir. Þegar svona var kom- iS vildi hann hvorki láta mig hafa pen- ingana né gera yfirvöldunum aðvart, að hann hefði silfur á skipinu, sem tilheyrði útlendingi. Plann bjó sig undir að sigla í annað land og lyfti undir eins akkerum og lét í haf. Eg uppgötvaði hið illa áform hans. Eg var einmitt á hval- veiðaskipi frá New Bedford, þegar ég sá hann sigla út höfnina. Skipstjórinn á hvalveiðaskipinu fór undr eins aS elta hann og við náðum honum skömmu seinna. Hann skoraðist ennþá undan því að afhenda mér silfrið, en þegar hann sá að það hafði enga þýðingu að spyrna á móti, afhenti hann mér hikandi peningana og hélt svo leiðar sinnar. Við fluttum silfrið yfir á hið ameriska her- skip “Franklin 74.” til geymslu, þangað til við vorum reiSubúnir að sigla. Þann- ig urðu einnig aðrir Ameríkumenn að gera, þegar þeir höfðu eitthvað, sem þeir þurftu að vernda um. Hr. Swinegar, Peru-kaupmaðurinn okkar, ætlaði að gera mikla veizlu, og í hana voru allir skipstjórarnir og meðal- göngumennrinir á amerísku skipunum ásamt öllum foringjum á amerísku her- skipunum á höfninni boSnir, 22. febrúar, sem var afmælisdagur Washington’s for- seta. Þar eð ég var eini maðurinn í veizlunni, sem hafði ákveðið að njóta ekki áfengra drykkja, lét hr. Swinegar í ljós við nokkra af vinum sínum, að það myndi hepnast honum að koma mér til að drekka vín. Hann fylti staup sitt og skoraði á mig að drekka glas af víni meS honum. Eg svaraði honum með því að hella vatni í staup mitt. Hann hik- aði sér við að drekka, nema ég fylti staup mitt víni. Eg sagði: “Hr. Swinegar,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.