Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 12
6o STJARNAN ég get ekki gert þac5, því að ég er að öllu leyti ákveÖinn í þvi aÖ smakka ekki vín framar.” Allir gestirnir biÖu nú meÖ eftirvæntingu eftir okkur. Hr. Swine- gar hélt því enn fram, að ég hefði átt að fylla staup mitt víni. Fleiri báðu mig að láta aÖ beiðni hans.: Einn af herskipaforingjitnum, sem sat dálí'tið neðar við borðið, sagði: “Þér hafið vissulega ekkert á móti því, hr. Bates, að fá yður í staupið einu sinni með hr. Swinegar.” Eg svaraði, að mér væri ómögulegt að gera það. Eg fann að ég var bæði feiminn og hryggur yfir því, að þessir glaðværðarmenn skyldu allir leggjast á sömu sveifina, til að reyna að koma mér til að drekka eitt glas af víni, og yfir þessu gleymdu þeir svo að segja hinum rausnarlega miðdegisverði, sem beið eftir okkur. . Þegar hr. Swinegar að lokum sá, að það var honum ómögu- legt að koma mér til að drekka, sagði hann ekki rneira. Sannfæring mín fviðvíkjandi vindla- reykingu var nú orðin svo öflug, að ég ákvað það kveld, aldrei framar að reykja tóbak, hvorki vindil né pípu. Þessi sig- ur var mér til gagns. Hann lyfti mér upp yfir þá þoku, sem tóbakið hafði breitt yfir huga minn og.hugsanir, og leiddi mig í burtu frá þeim hjáguð, sem ég nógu lengi hafði tilbeðið með öðrum siglingamönnum. þFramhald ) Hið dýrðlega endurgjald Bftir Mrs. E. G. White Erfingjar guðs koma frá þakherbergj- urn, frá hreysum, frá myrkvastofum, frá gálgum, frá fjöllum, frá eyðimörk- um, frá holurn í jörðunni og frá hellurn við sjó. Á jörðunni voru þeir "alls vana, áþrengdir og illa haldnir.” Milj- ónir þeirra gengu ofan í gröfina hláðnir af vansæmd, af því að þeir með stað- festi neituðu að lúta hinum svikafullu kröfum Satans. Af mannlegum dóm- stólum voru þeir dæmdir hinir svívirði- legustu glæpamenn. En nú er “Guð sá sem dæmir.” Nú verður hinn jarðneski úrskurður algerlega ónýttur. “Svívirðu síns liðs mun hann burt nema.” Þeir munu kallaðir verða ‘hinn heilagi lýður,’ ‘hinr endurleystu Drottins.’ ” Iiann hefir ákveðið að “gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hrygðar, skartklæði í stað hugarvíls.” Ekki lengur eru þeir veigalitlir, þjáð- ir, sundurdreifðir og kúgaðir. Héðan af munu þeir alla tíð vera með Drotni. Þeir standa frammi fyrir hásætinu í ríkimannlegri búningum, en þeir menn hafa nokkurntíma verið í, sem mest hafa verið heiðraðir á jarðríki. Þeir eru krýndir með höfuðdjásnum, sem eru langt um dýrðlegri en þau, sem nokkurn- tíma hafa verið látin á höfuð veraldleg- um einvöldum. Dagar þjáninga og tára eru nú liðnir að eilifu. Konungur dýrð- arinnar hefir þerrað tárin af öllum á- sjónum. Alt, sem sorg getur valdið, hef- ir verið brott numið. Meðan þeir veifa pálmaviðargreinum hefst lofsöngur, hreinn, þýður og hljóm- fagur; hver einasta rödd' tekur undir, þangað til að lofsöngurinn hljómar um hvelfingar himinsins : “Hjálpræðið heyr- ir til Guði vorum, sem i hásætinu situr og Lambinu.” Allir íbúar himinsins svara í tileinkuninni: “Amen, lofgjörð- in og dýrðin, og vizkan og þakkargjörð- in og heiðurinn og mátturinn og kraftur- inn sé Guði vorum um aldir alda, amen.” —“Great Controversy,” bls. 650, 651.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.