Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 13
STJARNAN 61 SPURNINGA-KASSINN. (Framh. frá bls. 50) opinbera heiminum hana gegnum tákn- •myndina, fórnina, sem bentí á það Lamb Guðs, sem ber synd heimsins. Þegar Guð eftir syndafallið fer á fund Adams og Evu, finnur hann aS þau hafa fest saman fíkjublöð og gert sér mittis- skýlur. Það var, eins og greinilega kem- ur í ljós í svörum þeirra (i. Mós. 3:8— 14.), merki eða táknmynd upp á sjálfs- réttlæti þeirra. En í augum Guðs er sjálfsréttlæti mannanna sem “saurgað klæði.” Jes. 64:5. Maðurinn myndi hafa dáið á þeim degi, hefði hann ekki, að ráði Guðs, verið fús til að hafa fata- skifti og fara í föt, sem voru táknmynd upp á réttlæti Krists. Maðurinn var seldur fyrir ekkert fjes. 52:3-J og var ekki fær um að endurleysa sjálfan sig og jörðina, sem var gengin honum úr greip- um og komin yfir í hendur “höfðingja þessa heims.” Maðurinn var eklci fær um að yfirbuga “ofbeldismanninn” og taka herfangið af “hinum sterka.” f þeim efnum var maðurinn eins ósjálf- bjarga og nýfætt barn er til að bjarga sér. Hinn “ eilífi Faðir” varð aS koma honum til hjálpar og leiðin til hjálpar var ekki nema ein. Einhver sem var ofar þvi lögmáli, sem maðurinn hafði brotið, varð að sameinast mann- kyninu að eilífu, taka á sig mannlegt eðli, til þess að maðurinn gæti orðið “híuttakandi í guðlegu eðli” (2. PéL, 114), taka á sig alla sekt mannanna, koma inn á hið hertekna svið, mæta þar “hin- um sterka” “í líkingu syndugs holds og,, vegna syndarinnar, fyrirdæma syndina í holdinu.” Róm. 8:3. Hann varð að ganga á hólm með lögræningjanum, og i mannlegri mynd sigra hann á öllum j)eim sviðum, sem Adam fór halloka á. En nú var ekki nema einn í öllum alheimi Guðs, sem var fær um það, að mæta “hinum sterka” og vera viss um að bera sigur úr býtum, nefnilega “Ljónið af Júda ættkvísl,” því að hann er “Drott- inn, hin volduga hetja, Drottinn, bardaga- hetjan.” Opinb. 5 :5 ; Sálm. 24:8. Hann lagði líf sitt í veði á þeim degi, sem mennirnir gerðu uippreisn á móti honum. Og þegar Adam sá og skildi að alt var glatað gekk hann með gleði inn á þau skilyrði, sem Guð setti honum: að veita Kristi viðtöku sem persónulegum Frels- ara frá synd og sýna trú sína á honum með því að taka lamb, leggja hendur yfir höfuð þess, játa syndir sínar, taka líf þess og fórna því, vitandi að þetta var táknmynd upp á “Lamb Guðs, sem ber synd heimsins.” En er nú nolckuð í Ritningunni, sem bendir á að lömbum hafi verið fórnað á þeim degi sem maðurinn féll í synd? Já, því að vér lesum: “Og Drottinn Guð gerði manninum og konu hans skinnkyrtla og lét jjau klæðast þeim.” 1. Mós. 3:21. Hvaðan tók Drottinn skinnin? Frá lömbunum, sem fórnað var. Þessi lömb voru táknmyndir upþ á fórn Krists. Þau voru hinar fyrstu lifandi verur í alheimi Guðs til að deyja. Þau dóu til að sýna mönnunum, að líf Jesú var í veði fyrir endurlausn mann- anna og jarðarinnar. Það var eiginlega þar, sem Jesús gaf líf sitt. I þeim skiln- ingi var Jesús “lambið, er slátrað var frá grundvöllum veraldar.” Margir málarar gefa oss myndir af dýra- og fuglalífinu í skógunum, en William Pritchard, sem byrjaði að mála þegar hann var orðinn nítján ára gamall, fer sem kafari ofan i sjávardjúpið og málar þar myndir af lifi fiskja og ann- ara sjávardýra innan um þang og þara.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.