Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.04.1930, Blaðsíða 16
Hvernig byggir þú? Þegar Jesús lauk íjallræÖunni, J?ar sem hann skýrði lögmál Guðs til hlítar, benti hann mönnum á þann skelfilega sannleika, að á hinum mikla degi munu margir, sem hafa taliÖ sig sannkristna menn, fullgóða til að öðlast inngöngu í ríki hans, koma fram fyrir hann einungis til að heyra frá vörum hans: “Ekki mun hver sá, er við mig segir: Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá, er gerir vilja Föður míns, sem er í himnunum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki spáð með þínu nafni, og höfum vér ekki rekið út illa anda með þínu nafni, og höfum vér ekki gert mörg kraftaverk með þínu nafni? Og þá mun ég segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.” Matt. 7:21-23. Þetta eru menn, sem annaðhvort láta hinn fráhverfa kirkjudóm blekkja sig eða hina svokölluðu vakningamenn, sem að öllu leyti vanrækja að opinbera mönnum alt Guðs ráð, að leika á tilfinningar þeirra, til þess að þeir missi sjónar af aðalatriö- inu: hlýðni við öll boðorð Guðs. Þeir hafa breytt eftir eintómum mannasetn- ingum og aldrei komið auga á hinn mikilvæga sannleika, sem söfnuðinum hefir af Guði verið falinn á hendur að kunngjöra heiminum, nefnilega, að það var óhlýðni við tíu boðorðin, brot á lögmáli Drottins, sem svifti mennina eilifa lífinu og herradæminu yfir jörðinni og öllu, sem á henni hrærist, og það er einungis hlýðni við tíu boðorðin samfara trúnni á Jesúm, friðþægingu og endurlausn hans, sem mun veita mönnum eilífa lífið og ríkið aftur. Þegar ungi auðmaðurinn kom til Jesú með þessa spurningu: “Meistari, hvað gott á ég að gera, til þess að ég eignist elíft líf?” Þá var svar Jesú þetta: “Ef þú vilt innganga til lífsins, þá hald boðorðin.” Matt. 19:16,17. En við þessa menn, sem hafa spáð, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk í Jesú nafni, en vanrækt að lifa í samræmi við öll boðorð Guös, mun Jesús segja á degi daganna: “Aldrei þekti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.” Þar næst bætir hann því við: “Hver því sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, er bygði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu, og skullu á þvi húsi, en það féll ekki, því það var grundvallað á bjargi. Og hverjum, sem heyrir þessi orð min og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er bygði hús sitt á sandi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar blésu, og buldu á því húsi, og það féll, og fall þess var mikið.” Matt. 7:24-27. Hér eru tveir menn, tvær byggingaraðferðir, tvö hús og tvær útkomur. Þú og ég, kæri vinur, tilheyrum öðrum hvorum flokknum, Ef við erum hrein- skilnir gagnvart okkar eigin sálum, þá munum við ganga í þann flokkinn, sem Jesús hispurslaust segir, muni innganga til lífsins. í þessum efnum getur maður ekki ráðfært sig við hold og blóð, heldur einungis við hann, sem er “vegurinn, sannleikurinn og lífið,” og með Páli postula eigum við að geta sagt: “Eftir þeirri náð Guðs, sem mér er veitt, hefi ég eins og vitur húsameistari lagt grundvöll; en annar byggir ofan á. Því að annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur.” 1. Kor. 3 :io, 11. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.