Stjarnan - 01.05.1930, Page 1

Stjarnan - 01.05.1930, Page 1
STJARNAN Þrá mannshjartans í hverju einasta mannshjarta er þrá og löngun í eitthvað, sem þessi syndumspilti heirnur getur ekki veitt manni. Allur þorri manna reynir að svala þess- um þorsta með því að leita veraldlegra skemtana, afla sér frama og auðæfa, en flestir verða fyrir vonbrigð- um og þar af leiðandi óánægðir, þegar þeir komast að raun um—sumir ekki fyr en þeir eru hnignir á efri aldur—að þeir geta ekki fengið nægju sína af því, sem veröldin hefir að bjóða þeim. Hinn vitrasti maður, sem nokkurntíma hefir ritað um þau mál, kemst þannig að orði: “Augað verður aldrei satt af að sjá og eyrað verður aldrei mett af aS heyra.” “Sá sem elskar peninga, verður aldrei saddur af pen- ingum, og sá sem elskar auðinn, hefir aldrei gagn af honum.’'’ “Alt strit mannsins er fyrir munn hans; og þó seðst girndin aldrei.” Préd. i :8; 5 :g; 6:7. Það er einungis lífið í Kristi, sem getur fylt tóm- leika mannshjartans, veitt sálunni nægju og frið, og látið mann verða fyrir þeim fögnuði, sem heimurinn hvorki getur veitt manni né svift. —D. G. MAí, 1930. WINNIPEG, MAN. Verð 150

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.