Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 67 Bænin breytir kringumstæðunum Persónuleg reynsla cftir A. A. Cone Fyrir nokkru skírði ég konu ráðs- manns lánsams félags, sem verzlaði með stórar hitunarvélar og pípur og hafði marga menn í vinnu til að setja þess háttar vélar og allar pípur í nýjar bygg- ingar. Var jjetta í borginni Reading í Pennsylvania ríkinu. Á þeim tíma sýndi maður hennar, jafnvel þó að hann af heiminum væri skoöaður sem mjög heiðarlegur og í alla staði áreiðanlegur verzlunarmaður, engan áhuga fyrir kristindómsmálum. Eins og flestir heimsins menn, var hann meðlimur ýmsra stúkna, hrúkaði tóbak og við ýms tæki- færi gaf verkamönnum sínum í staupið og drakk sjálfur. Hann tilheyrði engri kirkju. í raun og veru hafði hann ekki rnikið álit á prestum og kirkjum. Við og við þegar konan hans inti aS því, að hún væri að vonast eftir breytingu í lífi hans og vana, varð hann órólegur og hótaði jafnvel að eyða kveldstundum í klúbbum og stúkum, ef hann fengi ekki að vera laus við að hlusta á “þetta guð- ræknistal alla tíð.” Eftir fáeina mánuði skírði ég soninn, og fáurn mánuSum seinna skírði ég dótt- urina, stúlku um þrettán ára gamla. Þegar ég leiddi hana upp úr vatninu sagði ég við hana: “Nú langar okkur til að fá pabba með, ekki satt?” Hún svaraði “Það er einmitt það, sem við erum að biðja Guð um.” Áður en vika var liðin eftir að dótt- irin var skírð gerði faðirinil mér boð, að hann beinlínis þyrfti að “rannsaka” boðskap þriðja engilsins, og vildi fá að vita hvort ég gæti ekki byrjaði undir eins að hafa Biblíulestra meS honum, Starfsskrá okkar var svo full að við urðurn að lesa með honurn sunnudaga eftir hádegi, jafnvel þótt ég yrði að tala á hverju sunnudagskveldi í bæ, sem var fimtán nrílur þaðan, því að þar var vax- andi áhugi fyrir að heyra Guðs orð. Undravcröur drctumur Eftir fyrsta Biblíulesturinn, er haldinn var á heimili annarar fjölskyldu, sem einnig var gjörn á að hafa Biblíulestra, og sem hafði beðið í meir en þrjá mán- uði, áður en við gátum byrjað hjá þeim, sagði þessi faðir mér undraverðan draum, sem hann hafði dreymt, og sem hafði gjörbreytt lífi hans. Hann fann aS Guð hafði svarað bænurn dótturinnar. Eins vel og ég get ætla ég að rita drauminn með hans eigin orðiun: “Mig dreymdi að ég sæi allar þær byggingar, sem ég hafði sett hitunar- vélar og pípur i, hrynja eins og af völd- um mikils jarðskjálfta. Allir hlutir virt- ust allstaðar fara í rnola. Mér fanst eins og ég vera dálítið út úr og horfði á þessa hræðilegu sjón. Að lokum breytt- ist sjónarsviSið og það leit út eins og ég væri innan um alt þetta sem áhorf- andi. Alt í einu fór ég að hrökkva-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.