Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 10
74 STJARNAN lega dýr me8 járntennur tákni Róma- ríkiö, sem kom í röðinni eftir Grikk- land. Kaþólskur rithöfundur, Manning kardínáll, hefir meÖ fáum línum bent á hina miklu likingu milli spádóms rnann- kynssögunnar. Hann segir: “Herflokkar Rómarikisins sölsuöu undir sig alla jöröina. Hinar miklu hermannabrautir lágu frá Rómaborg út unr allan heirn, sem með þeim var bund- inn saman i frið og næði, þar eð þetta volduga heiðna ríki var alstaðar nálægt. Samkvæmt lýsingu Daníels á því var það ‘‘yfirtaks-öflugt.'’ Það virtist vera hart sem járniö; því að alstaðar sigraði það og kúgaÖi önnur ríki og þjóðflokka.”— “The Temporal Power of the Pope.” fLondon, 1862/, bls. 122. Það kemur greinilega i ljós í hinum undanförnu lýsingum að hinar mismun- andi táknmyndir spádómsins finna gagn- part sinn í mannkynssögunni. Hippo- lotus, kaþólskur sagnfræðingur, sem uppi var á þriðju öld, gullöld Rómaríkisins, fagnaði yfir þvi að sjá hversu nákvæm- lega spádómurinn rættist. Hann ritaði: “Fagna! þú blessaði Daniel. Þér hefir ekki skjátlast! Allir viðburðir, sem þú hefir talað urn, eru komnir. Þú hefir sagt oss söguna um hið rnikla og ógurlega dýr. Það hefir járntennur og eirklær. Það etur, mylur og fótumtreður það, sem eftir verður. Járnið ríkir þegar. Það kúgar og knosar alt, sem veröur á vegi þess. Það þvingar alla til að bera ok þess. Vér sjáum þetta fyrir augutn vorum. Vér gefum þér, Guð, dýrðina, vegna þess að þú fræðir oss um þetta.” —-“Treatise on Christ and Antichrist,” 33. þáttur. Hin spámannlega lýsing nær samt sem áður yfir tímann fyrir skiftingu Róma- ríkisins og koma þar atburðir til sög- unnar, sem eru þýöingarmiklir, einnig á þessurn tíma, sem vér lifum á. Pjórða ríkið og litla hornið Það var spámanninum mikið áhugamál að skilja alt viðvíkjandi fjórða dýrinu, ásamt þeim viðburðum, sem myndu fylgja á eftir. Hann segir: “Þá vildi ég fá áreiðanlega vitneskju um fjórða dýriö, sem var ólikt öllum hinum dýrunum, ógurlegt mjög, með járntönnum og eirklóm, sem át, knosaði og sundur tróð með fótunum það, sem það leifði, svo og um hornin tíu, sem voru á höfði þess, og um hitt hornið, sem spratt upp og þrjú hornin féllu fyrir, þetta horn, sem hafði augu og munn, er talaði gífuryrði og meira var ásýndum en hin. Eg horfði á, hvernig horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim, þar til er hinn aldraði kom og hinir heilögu hins Plæsta náði rétti sínum, og sá tími kom, að hinir heilögu settust að völdum.” Spámaðurinn vildi fá áreiðanlega vitneskju um þetta og engillinn sagði honum sannleikann. Fyrst sagði hann: “Fjórða dýrið merkir, að fjórða kon- ungsríkið mun rísa upp á jörðunni, sem ólíkt mun vera öllum hinum konungs- ríkjunum, og það mun uppsvelgja öll lönd, niðurtroða þau og sundur rnerja.” Vér höfum þegar séð að fjórða ríkiö var Róm, “hræðilegt, ógurlegt og yfir- taks-öflugt,” í sannleika járnríki, sem fóturn tróð og kúgaði þjóðirnar. Viðvíkjandi tíu hornunum segir eng- illinn ennfremur : “Og hornin tíu nrerkja það, að af þessu ríki rnunu upp koma tíu konungar, og annar konungur mun upp rísa eftir þá, og hann mun verða ólíkur hinum fvrri, og þremur konung- um mun hann steypa.” Þegar vér för- um yfir sögu Rómaríkisins, sjáum vér þá ekki einmitt það, sem hin spámannlega fyrirsögn bendir á? Vér sjáum að hinu vestrænu Rómaríki var skift í minni ríki. Vér sjáum að framandi þjóðir að norð- an flæma inn yfir það ríki og tæta það sundur og því næst rnynda eigin ríki innan landamæra þess, ,sem voru upphafið að hinum núverandi ríkjum í Norðurálfunni.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.