Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 11
75 STJARNAN Litla hornið er kirkjuvald Þegar spámaÖurinn skoðaÖi skiftingu Rómaríkisins í minni ríki, tók hann eftir því að meðal þeirra kom upp lítið horn, sem upprætti 'þrjú horn af þeirn tíu. Hann sá að þetta horn talaði gífuryrði og að það háði stríð. við hina heilögu Guðs. Af þessu er það auðséð að hér er um kirkjulegt vald að ræða, sem mundi drotna rneðal konunga jarðarinnar og hafa andlegt herradæmi yfir trú manna og samvizku þeirra. “Horn þetta háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim.” Förum vér yfir söguna, finnum vér— einmitt eins og hið spámannlega orð hafði fyrirsagt—að sú var tíðin, þegar tíu ríki samtímis drotnuðu á því svæði, sem hið vestræna Rómaríki upphaflega ríkti yfir. Og einmitt þar sjáum vér kirkjulegt vald koma fram á sjónar- sviðið: hið páfalega Rómaríki. Vér sjáum ennfremur að þrjú ríki vægja fyrir áhrifum þess valds og upprætast— það voru þrjú Aríustrúar- eða villutrú- arríki. Og þræðum vér söguna áfram, sjáum vér, að það “háði stríð við hina heilögu og hafði sigur yfir þeim” í langa tið. Kaþólskur rithöfundur kemst þann- ig að orði þessu stríði viðvíkjandi: “Fyrir mörgum árum, þegar Róma- borg, vegna kæruleysis hinna vestrænu keisara Rómaríkisins, var seld á náð og miskunnsemi herflokka lítt siðaðra þjóða, snéru Rómverjarnir sér að ákveö- inni persónu, til að öðlast hjálp og vernd og báðu hana um að ríkja yfir sér. Á þennan einfalda hátt byrjaði hið verald- lega vald páfanna, sem þeir höfðu um margar aldir. Um leið og hann í auð- rnýkt steig upp í hásæti Cæsaranna, greip staðgöngumaður Krists veldissprotann, sem konungar og keisarar í Norðurálf- unni urðu með lotningu og í auðmýkt að beygja sig fyrir urn svo margar aldir.” —James P. Conroy, í “American Cath- olic Quarterly Review,” April igu. Einu sinni enn virðum vér fyrir oss hinn spámannlega uppdrátt og á sarna tíma frásögn mannkynssögunnar, og hvað sjáum vér? Einmitt þar, sem spá- maðurinn sá hið litla horn koma upp, sjáum vér páfavaldið sölsa undir sig hinn efsta myndugleika. Vér sjáum þetta kirkjulega vald sveifla hinum konung- lega veldissprota yfir ríkjunum, sem mynduðust eftir hrun Rómarikisins. Þaö hefur sjálft sig upp yfir þau og vér heyrum það tala gífuryrði og á sama tíma sjáum vér það heyja stríð við hina heilögu. Það er þess vegna auðséð að það er ekkert annaö vald til í mannkynssög- unni, sem kom frarn á réttum tíma og stað, og sem samsvarar fyrirsögn hins spámannlega orðs ; en út í yztu æsar sam- svarar hið rómverska páfavald fyrir- sögnum hins spámannlega orðs. —William Spicer. SPURNINGA-KASSINN Framhald frá hls. 66. þá gaf hann honum ekki dýrðina, held- ur tók hana alla sjálfur og afleiðingin var sú, að engill Drotítins laust hann samstundis og hann var étinn upp af möðkum. Josephus sagnfræðingur s?g- ir að hann hafi legið fimm daga í mikl- um þjáningum áðtir en hann andaðist. Svo eftir þessn að dæma hefir hann haft nægilegan tíma til að hugsa um líflát Jakobs og hinna, sextán hermanna. Vafalaust hefir sami engillinn, sem tók Pétur úr varðhaldinu, slegið Híeródes- Maðurinn getur látið drembilega, en hver er sá, sem kemst klakklaust af, þegar hann dirfist að rísa upp á móti hon- um, sem hefir alt vald á himni og jörðu, og ætlar að tileinka sér þann heiður, sem honum einum tilheyrir.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.