Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 12
76 stjarnam Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates SEXTÁNDI KAPÍTULI Eg hafði nú siglt á Kyrrahafinu i hér um bil f jórtán mánuði og var rétt kominn að því að ljúka öllum viðskiftum mín- urn og halda til Bandaríkjanna aftur. Plerra F. Burtody, skipstjóri á skipinu “Candace” var urn þær mundir reiðu- búinn til að sigla til Boston og fór ég með sem farþegi. Kafteinn Burtody og ég komum okkur saman um, meðan verið var að lyfta akk- erum, að við frá þeirri stundu myndum hætta að tyggja tóbak. Þetta var sein- asta vikan í nóvember mánuði árið 1823. Allir skipverjar höfðu verið kall- aðir upp á þilfarið til að vera með og lyfta akkerum. Engir nema þeir, sem hafa reynsluna, geta lýst þeim tilfinn- ingum, sem grípa alla á skipinu, frá skipstjóranum til káetudrengsins, þegar skipun er gefin að lyfta akkerum og byrja heimsigling. ÞaS virðist vera nýtt líf í öllum og illir hraða sér. Þeir taka viljugir til starfa. Bráðum er akkerið uppi og vel er gengið frá því. Skipið lætur undir eins að stjórn í golunni,, sem nú fyllir seglin. Og ósjálfrátt sega skip- verjar: “Við erum á heimleið.” Hversu gott verður það ekki að koma heim aftur.” Og ef einhver siglingamaður er eftir á höfninni og sér skipið láta í haf, þá segir hann: “Til hamingju! Eg skyldi óska að ég hefði getað verið með.” Það stendur á sama yfir hvað mörg höf maðtir verður að sigla og hve marga storma maður verður að hreppa—hjart- að titrar og svellur af fögnuði yfir þvi að nú er maður á heimleið. Undir eins og búið var að lyfta akk- erum kom 'bátur frá yfirforingjanum á herskipinu með þá peninga, sem að hr. Burtody og ég höfðum grætt á viðskift- um okkar og sem við höfðum afhent honum til geymslu. Undir eins og við höfðum komið þessum peningnm upp á skipið, létum við í haf. Það var nú komið undir kveld og 8,400 mílna ferð lá fram undan okkur. Matsveinninn kunngjörði okkur að kveldverðurinn væri tilbúinn. “Þarna fer tóbakið mitt, Bates,” sagði kafteinn Burtody, um leið og hann tók tóbakstugguna úr munninum og henti henni fyrir borð. “Mitt líka,” sagði ég; og var það í seinasta sinn sem tóbak hefir snortið varir mínar. Eg var nú hættur við brennivín, spánska vínið og tóbak. Stig á stigi hafði ég sigraS— maðurinn þarf ekki þess háttar með. Hversu margar miljónir manna hafa ekki verið eyðilagðar af þessum slæma vana. Mér leið líka mikið betur eftir að hafa sigra'st á öllu þessu, það var líka annað, sem ég reyndi að losna við, nefnilega, að blóta og bölva. Faðir minn hafði verið maður bænarinnar eins langt til baka og ég man eftir mér. Móðir mín varð kristin um það leyti og ég varð tólf ára gamall. Jafnvel eftir að ég kvongað- ist vogaði ég aldrei aö leggja nafn Guðs við hégóma í áheyrn föður rníns, en á síðari árum hafði ég í umgengni minni við siglingamenn lært að gera eins og

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.