Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.05.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 79 FRÉTTIR Dr. Slipher í Lowell stjömuturninum í Flagstaff i Arizona ríkinu kunngjöröi 13. marz, að ný pláneta væri fundin 21. janúar síðastliÖinn, en þeir kunngjörði heiminum það ekki, þangað til að þeir voru orðnir alveg vissir. Svo nú vitum við af níu stórum plánetum í sólkerfinu, sem vér tilheyrum. Fjarlægðin milli þessarar nýju plánetu og jarðarinnar er 45 sinnum meiri en fjarlægSin milli jarð- arinnar og sólarinnar. Það er ekki búið að gefa henni nafn ennþá. Þetta er hinn mesti stjörnufræðislegi fundur síðan ár- ið 1846, þegar þeir uppgötvuðu Neptun, hina áttundu plánetu. Stjörnufræðing- arnir hafa nú fengið þaö viSfangsefni að reikna stærð' hennar og brautina, eða réttara sporbaugina, sem hún fylgir. Séra Olaf Offerdahl hefir nú verið út- nefndur til að vera kaþólskur biskup í Noregi. Er hann hinn fyrsti kaþólski biskup í því landi síðan siðabótin. Séra Olav er orðinn 75 ára gamall og hefir starfað sem kaþólskur prestur í Noregi síðan árið 1891. Kaþólskan ryður sér allstaSar til rúms. 1 hinu mikla Kínaveldi er víða svo mikil eymd að ekki er hægt að lýsa með orðum. Kristniboðarnir staðhæfa að um átta miljónir manna hafi dáið af kulda og hungri í þvi landi í vetur. Verst er ástandið í fylkinu Shensi. í einu fylk- inu hrundi stórborg í landskjálfta og tvö hundruð og fimtíu þúsundir fórust í einu, en heimurinn er hættur að hugsa um svona smámuni og blöSin kæra sig varla um að birta þess konar fréttir, því af langri reynslu vita þau, að það borg- ar sig betur að birta fréttirnar um kapp- leiki, stórglæpi, óhófsveizlur auðmann- anna og pólitík. kemur út mánatSarlega. útgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar Jl.50 um áriS í Canada, BandarlkJ- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og rátSsmatSur : DAVIÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St.. Winnipeg. Man. Phone: 31 708 Kaþólska kirkjan heldur nú vakandi auga á öllum bóka og blaða. útgáfum í ölluin löndum. Allar bækur, hvort held- ur eru vísindalegar bækur, trúfræðislegar bækur eða skáldsögur, sem ekki viður- kenna kaþólsku kirkjuna sem hina einu sáluhjálplegu, verða látnar á svartalista páfans og enginn meðlimur kaþólsku kirkjunnar getur lesið þær án þess að syndga móti kirkjunni. Það sama er að segja um öll blöð og tímarit, sem ekki gefa henni sömu viðurkenningu. ÖIl jörðin’mun bráðum fylgja dýrinu. Þegar ráðhúsið í borginni Eastland í Texas var rifið í fyrra, fundu menn frosk, sem hafði lifað í hyrningarstein- inum í þrjátíu og eitt ár, án þess að nær- ast á nokkru eða drekka. Var þessi froskur nefndur “Rip.” Því miður var hans ekki gætt nógu vel og dag nokkurn stakk hann höfðinu upp í kalda loftið, tók kvef og dó skömmu síðar. Út úr þessum fundi hafa vísindin verið að ræða lífið og dái, en það er auðséð á ritgerðum þeirra, að langt er í land, þangað til þau skilja það mál til hlítar. í Bandaríkjunum eru tvær miljónir gamalmenna, sem ekkert eiga, og eyða ríkin árlega $220,000,000 til að halda fá- tækralöndum við.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.