Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 1
STJARNAN i J Hvers vegna varð Jesús að deyja? Píslir Krists og dauði eru sögulegur veruleiki. En hér spyr einhver : Hvers vegna gat Guð ekki fyrir- gefið mönnum, án þess að heimta líflát Sonar síns? Var Guð svo reiður að Sönurinn varð að ganga á milli, til þess að sefa reiði hans, eins og sumir kenna? Xei, og aftur nei! "Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilift líf.” Jóh. 3:16. Það var ekki reiði Guðs, heldur hin heilaga krafa lögmálsins, sem gerði það að verkum, að Kristur varð að deyja. Lögmálið heimtar líflát yfirti-oðslu- mannsins. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.” “Því að laun syndarinnar er dauði.” Elsek. 18.4; Róm. 6:23- Og þar eð lögmálið ékki samanstendur af sjálfráðum boðorðum, heldur eru þau lýsing Guðs eðlis, sem er óumbreytanlegt, þá gat hann ekki breytt lögmálinu, né sett það til hliðar. Einhver varð að rnæta. hinni réttlátu kröfu þess. Af þeirri ástæðu var engin önnur leið. til aö bjarga oss, en að Sonur Guðs varð að deyja í vorn stað. Róm. 7:12; 2. Kor. 5 :15. JÚNÍ, 1930 WINNIPEG, MAN. Verð 150

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.