Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 8
88 STJARNAN Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates SEYTJÁXDI KAPÍTULI Mér var ómögulegt aS hrinda úr huga mínum áðurnefndum ljóðum um dauðann, sem ég hafði fundið innan í Nýja testa- mentinu, og öll ílöngun í skáldsögulestur var horfin frá þeirri stundu. Eg fór nú að lesa bækur andlegs efnis og Biblíuna. Háseti nokkur, Christofer Christofer- son frá Xorvegi, veiktist undir eins og við komum út fyrir Cape Henry. Ekkert af þeim meöölum, sem við höfðum með- ferðis, hjálpaði honum. Það 'virtist mjög vafasamt hvort hann myndi nokk- urntíma ná sér aftur. Hugsunin um dauðann truflaði mig. Mig langaði til að vera kristinn. En stærilæti og veraldleg- ar ginningar héldu mér bundnum. Eg var mjög órólegur í huganum þangaS til ég gat komið sjálfum mér til að biðja. Það sýndist mér eins og ég of lengi hefði vanrækt að gera það. Eg var áhyggju- fullur fyrir sáluhjálp minni. Þar fyrir utan hafði ég ekkert einrúmi, þar sem ég gæti beðist fyrir. Þegar ég horfði um öxl á liðna líf mitt og viðurkendi, að Guð með útrétt- um armleggi hefði oft og tíðum bjargað iífi mínu, þegar ég hafði horfst í augu við dauðann, og hversu fljótt ég hafði gleymt náð hans, þá fann ég að ég þyrfti að fela mig honum á hendur. Að lokum ákvhð ég að reyna að biðja og játa allar syndir mínar. Eg opnaði lúkugatið undir káetuborðinu og þarna niðri bjó ég til pláss, þar sem enginn myndi verða var við mig, ef einhver af tilviljun skyldi koma inn í káetuna meðan ég var að biðj- ast fyrir. I fyrsta sinn, sem ég beygði kné mín þar, sýndist það mér eins og hár- in á höfðinu risu við hugsunina um að ég skyldi dirfast að opna varir mínar til að tala við hinn mikla og heilaga Guð. En ég var ákveðinn í þ.ví að halda út, þangað til ég öðlaðist fyrirgefningu synd- anna og fyndi sálu minni frið. Það var enginn kristinn á skipinu, sem ég gat ráð- fært mig við, til þess að finna út hversu lengi ég þyrftj að bera þessa þungu syndabyrði, áður en ég gæti orðið, frjáls, kristinn maður. Eg mundi eftir að á æskudögum mínum, meðan hin mikla trú- vakning stóð yfir í New Bedford og Fair- haven árið 1807, hafði ég oft heyrt sagt af þeim, sem þá tóku sinnaskiftum, að þéir hefðu hrygst yfir syndurn sínum í tvær eða þrjár vikur, áður en Drottinn veitti þeim friðinn. Það virtist mér eins og ég þyrfti að ganga í gegnum samskon- ar reynslu. Tvær vikur liðu, og ennþá hafði ekk- ert ljós skinið inn í sál mína. Enn leiö vika og ég var eins órólegur og ég hafði nokkurntíma verið. Eitt kveldið meðan ég var á gangi fram og til baka á þil- farinu var eins og ég fyndi mig knúðann til að fleygja mér fyrir borð og enda til- veruna. Eg skildi undir eins að þetta var freisting hins vonda, yfirgaf þilfarið og fór ekki út úr káetunni fyr en næsta morgun. Christoffer var mjög veikur og hon- um versnaði stöðuglega. Eg hugsaði: 1

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.