Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 91 SPURNINGA-KASSINN Framh. frá bls. 82 Tíminn líöur. Uppskeran er fyrir löngu um garÖ gengin, en ekki kemur leigan af jöröinni frá Úlfljóti. GuÖ- mundur sendir þá son sinn, sem heitir Kristmuridur, út á jör'ðina til að sækja leiguna. Kristmundur var tígulegur og göfuglyndur maður, sem öllum, er hon- um kyntust, þótti vænt um. Hann fór hratt yfir jörðina í bíl sínum og kom út á land fööur síns síðdegis. Hann var vel kunnugur þar um slóðir, því það var á æskudögum Kristmundar, að Guðmund- ur hafði numið þessa jörð, svq margt sporið og verkið lá eftir hann þar. — Þegar hann fer eftir brautinni meðfram landinu, tekur hann eftir því að am- boðin standa hingað og þangað um akr- ana, sum brotin og ryðguð mjög. Heima kringum húsiö var einnig vanhirðing á öllu. Hanti verður samt var við það, að Úlfljótur er búinn að kaupa sér nýj- an bíl. Hann drepur á dyr. Konan opnar og verður mjög hissa við aö sjá son eigandans koma heim til þeirra. Hikar hún sér við að bjóða honum inn, en hann gengur inn. 1 stofunni situr Úlfljótur og er að spila með nágranna sínum. Eru bæði bjór og brennivíns- flöskúr á borðinu. Það er spilað um peninga. Vindlareykurinn er svo þykk- ur að Kristmundur getur varla dregið andann. Úlfljótur virtist Kristmundi ölvaður. Nú fer Kristmundur að skilja hvers vegna faðirinn enga leigu hafði fengið af jörðinni. Hann spyr Úlfljót hvers vegna hann hafi ekki skrifað Guð- mundi og sent honum leiguna af jörð- inni, þar eð komið er fram yfir tiltekinn tíma. Úlfljótur svarar að hann geti ekki borgað skilding af þessari uppskeru, en segist muni borga fyrir báðar upp- skerurnar næsuta haust. Kristmundur segir þá við hann, að annaðhvort verður hann að borga eða hafa sig á brott. Þá varð Úlfljótur reiður, stóð upp frá spil- unum og reiddi hnefann til höggs. Ná- granni hans sem einnig var kendur ætl- aði að koma honum til hjálpar og reka Kristmund út úr húsinu. Kristmundur, sem hefði getað skelt þeim báðum, kærði sig ekki um að fara í áflog við þá, svo hann hélt heim og sagði föður sínum frá öllum málavöxtum. Faðirinn sendir þá lögreglumenn út þangað til að koma þessu fólki burt af jörðinni. Nú er samningurinn þsáttmálinný rofinn. Úlf- ljótur er farinn, en Guðmundur, sem á jörðina, er hinn sami, og jörðin, hlutur- inn, sem samningurinn þsáttmálinn) var um, er eftir sem áður. Það er áríðandi að muna og skilja það. Guðmundur ætlar að finna mann, sem er fús til að borga leiguna af jörðinni á réttum tíma og fara vel með öll amboð og skepnur. Gamli sáttmálinn Skulum vér nú sjá, að eins og fór fyrir Úlfljóti, svo fór einnig íyrir Tsraels- mönnum, þegar Guð gerði gamla sátt- málann við þá. Þeir koma að Sínaí-fjalli á þriðja mánuði eftir brottför þeirra frá Egypta- landi. Eftir að hafa mint þá á hin rnörgu kraftaverk, sem hann hafði gert á Egyptalandi, í Rauðahafinu og á eyðimörkinni, gerir Guð þeim þetta boö: “Nú ef þér hlýðið minni röddu grand- gæfilega og haldið minn sáttmála, þá skuluð þér vera mín eiginleg eign um fram allar þjóðir, því að öll jörðin er mín. Ög þér skuluð vera mér presta- ríki og heilagur lýður. Þetta eru þau orð, sem þú skalt flytja Israelsmönnum. Og Móses fór og stefndi saman öldung- um lýðsins og flutti þeim öll þau orð, er Drottinn hafði boðið honum. Þá svaraði allur lýðurinn einum munni og sagði: “Vér viljum gera alt það, scm Drottinn býður.” 2. Mós. i9::5-8.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.