Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 14
94 STJARNAN þurfa hjálpar meÖ. Guðmundur lætur ekki á sér standa. Hann sendir tafarlaust hina lofuSu hjálp og þannig var kröf- unni mætt; þvi að Kristjáni var þaÖ ó- mögulegt a<5 mæta henni af eigin ram- leik. Um haustiÖ undir eins og Kristján var búinn að þreskja og selja kornið borgaði hann Guðmundi leiguna. Guð- mundur vildi gjarnan halda honum á jörðinni framvegis og 'það varð. — Þetta er dæmi, sem allir geta skilið, en það er eins auðvelt að skilja sáttmálana, sem Guð gerði við fólk sitt. Eins og jörSin var undirstaða samninganna milli Guðmundar og Úlfljóts og Kristjáns og hún var hin sama eftir sem áður, hvort sem samn- ingurinn var rofinn eða haldinn, þannig var lögmál Guðs undirstaðan — hlutur- inn, sem samningurinn var um — í báð- um sáttmálunum, sem Drottinn gerði við fólk sitt. Fyrri sáttmálinn var ekki að öllu leyti óaðfinnanlegur, vegna þess að lýSurinn hafði ætlað sér að halda hann af eigin rammleik, án þess að leita hjálpar hjá Guði. Var það til þess að kenna mann- kyninu eitt skifti fyrir öll hina miklu lexíu, “að hyggja holdsins er fjand- skapur gegn Guði, með því aS hún lýtur ekki lögmáli Guðs, enda getur hún það ekki.” Róm. 8:7. Eins og Kristján varð að fá hjálp hjá GuSmundi, til að mæta kröfunni, þannig ætlaSi Guð í nýja sáttmálanum að rétta öllum, er hann gjörði, hjálparhönd, til þess að þeir geti fyrir aðstoð hans mætt kröfunni — haldiS boðorð hans. Skulum vér því næst athuga hvað Ritningin seg- ir um nýja sáttmálann. Hinn 'nýji sáttmáli Sex hundruð árum fyrir Krist gefur Guð fyrir munn Jeremía spámanns eftir- farandi fyrirheit um nýjan sáttmála : “Sjá, þeir dagar munu korna — segir Drottinn — að ég mun gera nýjan sátt- mála við ísraels hús, ekki eins og þann sáttmála, er ég gerði við feSur þeirra, þá er ég tók i hönd þeirra, til þess að leiða þá út af Egyptalandi, en þann sátt- mála við mig hafa þeir rofið, þótt ég væri Herra þeirra — segir Drottinn. En í þessu ska] sáttmálinn fólginn vera, sá er ég geri við ísraels hús eftir þetta — segir Drottinn: Eg legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita þaS á hjörtu þeirra, og ég skal vera þeirra Guð og þeir skulu vera mín þjóð. Og þeir skulu ekki fram- ar kenna hver öðrum, og segja: Eærið að þekkja Drottin! því að þeir munu allir þekkja mig, bæði smáir og stói'ir — segir Drottinn —, því að ég mun fyrir- gefa misgjörð þeirra og ekki framar minnast syndar þeirra.” Jer. 31:3i-34- Hér höfum vér alt aðra mynd af þeim mönnum, sem Guð gerir hinn nýja sáttmála við, en þá, sem vér höfum af þeim mönnum, er hann gerði gamla sátt- málann við hjá Sínaí. Þeir ætluðu aS gera alt í sínum eigin styrkleika, en þessir eru menn, sem hafa lifandi sam- band við Drottin og af persónulegri reynslu þekkja hann, smáir og stórir. Eins og vér munum sjá, var þessi sátt- máli ekki staðfestur fyr en á Golgata krossinum, og eftir .það kom Huggar- inn, hinn Heilagi Andi, til þess að leiða alla, sem höfSu gengið Kristi á hönd, til þess að hlýða boðorðum hans, í allan sannleikann. Það, sem var mönnum ómögulegt að gera af eigin rammleik, nefnilega, að halda öll boðorð Guðs, myndi í nýja sáttmálanum vera verk Heilags Anda, því að vér lesum: Og ég mun gefa þeim nýtt hjarta og leggja þeim pýjan anda í brjóst; ég mun taka steinhjartað úr líkama þeirra og gefa þeim hjarta af holdi, til þess að þeir hlýði boðorðum mínum og varð- veiti setninga mína og breyti eftir þeim. Og þá skulu þeir vera mín þjóð og ég skal vera þeirra Guð.” Esek. n :ig, 20. Framhald

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.