Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 95 FRÉTTIR Tilraunir, sem gerÖar voru í John Hopkins háskólanum, leiddu i ljós, að J>eir stúdentar, sem ekki reykja, reynast 15 prósent betur i skólaverki sínu, 18 prósent ibetur í þekkingu og 20 prósent betur til heilsu, en þeir sem reykja. Ein ástæÖan fyrir því að hin risavöxnu tré í frumskógum Californíu geta lifaS til að verða fjögur og fimm þúsund ára gömtil er sú, aÖ eldur getur ekki ráðið við börkinn á þeim, þvi að mótstöðuaflið í honum gegn eldi er hér um bil eins mikið og það, sem er i asbestos. Þar af leið- andi geta þessir risar skógarins lifað í gegnum alla skógarelda. Hin langa og snarpa ibarátta milli Gen- eral Bramwell Booth fjölskyldunnar og hjálpræðishersins er nú leidd til lykta, því aS brezkur dómstóll hefir úrskurðað að færa allar eigur hjálpræðishersins yfir á nafn General Edward J. Higgins, hins nýja höfðingja hersins. Áður en General Booth dó skrifaði hann niður nafn þess manns, sem hann óskaSi eftir að yrði höfðingi hersins eftir hans dag, og inn- siglaði það í umslag. Um það leyti og eigurnar voru færðar yfir á nafn hins nýja foringja, var þetta umslag óopnað, brent í skrifstofu lögmanns nokkurs í Lundúnaborg í viSurvist þriggja heldri foringja hjálpræðishersins, svo nú veit enginn lifandi maður hvers nafn það hefir verið. Samkvæmt fornum úrskurði er sá, sem heldur vígvellinum eftir orustuna, sigur- vegari. Ef það er rétt, þá var stríðiS, sem hafið var í Dayton, Tennessee milli þeirra, sem breytiþróunarkenningunni fylgja og þeirra, sem Biblíunni trúa -— hið svokallaða Scopes mál, sem allur hinn siðaði heimur hafði augastað á, kemur tit mánaBarlega. Ctgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan koat- ar $1.50 um árið I Canada, BandarlkJ- unum og á íslandi. (Borgist fyrirfram). Rltstjóri og ráðsmaBur : DAVID GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St„ Winnineg, Man. Bhone: 31 708 þar sem William Jennings Bryan var aðalforingi þeirra manna, sem trúa því að Guð sé skapari heimsins,— unnið af þeim sem Biblíunni trúa. Nú er búið að reisa háskóla í Dayton, sem heitir "Bryan Memorial University,” og mun hann opna dyr sínar næsta september mánuð og hver einasti prófessor við þann skóla mun skrásetjast sem trúaður á Biblíuna. Rector þessa háskóla heitir F. E. Robinson og er hann nú að safna hálfri miljón dollara til að fullgera skól- ann. Segir hann að menn og konur, sem dáðust að William Jennings Bryan, sendi inn gjafir í stórum stíl. Fyrir nokkru vildi það til aS fjögra ára drengur, sonur sjöunda dags Ad- ventista kristniboða varð erfingi hins mikla höfðingjadóms í eyjunni Rarotonga, sem er ein af Cook eyjunum í SuSurhaf- inu. Þessi drengur er sonur séra Henry Hills, sem var kristniboði í eyjunum þegar drengurinn fæddist. Hinn aldraði höfðingi gerði drenginn aS erfingja sín- um, þegar hann fæddist í ríki hans. Þeg- ar fjölskyldan fór aftur til Ástralíu skor- aði höfðinginn á foðurinn að uppala drenginn til að verða höfðingi fólks hans. Nú hefir skeyti komið að hinn gamli höfðingi er dáinn og ibíða nú eyjar- skeggjar eftir því að litli drengurinn, hinn rétti erfingi, komi aftur út í eyjuna til að verða höfðingi þeirra.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.