Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.06.1930, Blaðsíða 16
Hjalpræðið-—hvernig fengið HvaÖ verður syndarinn að gera til >ess aÖ veröa hólpinn? Þetta er Biblíu- leg spurning og ætti henni að verða svarað með Biblíunni. Fyrsta svarið, sem Biblían gefur er þetta: “Gerið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefninga synda yðar og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda. Postulas. 21:38. Annáð svarið er líkt þessu: “Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.” Postulas. 16:31.— Ekk; svo að skilja að heimilismenn fangavarðarins myndu verða hólpnir fyrir trú hans, heldur myndu þeir verða hólpnir með þeim sömu skilyrðum. Frelsandi trú er alt annað en skilningur á og viSurkenning einhvers sannleika eða trúarjátningar, hversu sönn sem sú trújátning kann að vera. Að hafa frels- andi trú á Ivrist er það sama sem að hafa samfélag við hann: "Jesús svaraði og sagði við hann: Hver sem elskar mig mun varðveita mitt orð, og Faðir minn mun elska hann, og til hans munum vér koma og gera okkur bústað hjá honum.” Jóh. 14:23. Hversu margir eru ekki þeir á þessum dögum, sem játa trú á Krist, en skella skolleyrunum við orði hans. Skilningur þeirra og dómgreind segja þeim, að Jesús sé sonur Guðs, Endurlausnari og Frelsari heimsins, eini Meðalgangurinn milli Guðs og manna, en svo nær það ekki lengur. Þeir rannsaka ekki orS hans, til þess að finna þar allar lífsreglur sínar og mælikvarðann, sem breytni og liferni mannsins verða miðuð við hjá Guði. Þeir leita ekki Frelsarans í bæninni, til þess að hafa það innilega samfélag við hann, sem ætti ávalt að vera á milli vina og bræðra. Boðorðum hans gefa þeir engan gaum, virða þau að vettugi og vilja með engu móti lúta þeim lögum, sem Guð hefir gefið oss. Þar af leiðandi sýna þeir: Fyrst, a5 þeir þekkja ekki Krist, því að vér lesum: Og af því vitum vér að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans. Sá sgm segir: Eig þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari, og sannleikurinn er ekki í honum; en hver sem varðveitir orð hans, í honum er sannarlega kærleikur til Guðs orðinn fullkominn. Af því þekkjum, vér að vér erum í honum.” 1. Jóh. 2: :3~5- í Ö5ru lagi, að þeir elska ekki Guð, því að skrifað er: “Af því þekkjum vér, að vér elskum Guðs börn, þegar vér elskum Guð og breytum eftir boðorðum hans. Því að i þessu birtist elskan til Guðs, að vér höldum boðorð hans, og hans boðorð eru ekki þung.” 1. Jóh. 5:2-3. Af þessu er það auðskilið, að frelsandi trú á Krist, þýðir ekki einungis að vera á þeirri skoðun, að hann sé sonur Guðs og Frelsar heimsins, sem dó fyrir oss, til þess að frelsa oss undan hegningu, heldur hitt, að veita honum viðtöku sem Drotni og Meistara i þeim tilgangi, sjálfur, “að breyta eins og hann breytti.” 1. Jóh. 2:6. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.