Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 8
104 STJARNAN Lífsreynsla og œfiskeið Jóseps Bates 18. KAPÍTULI. Eftir stutta dvöl í Pernambuco, þar sem viÖ seldum meiri hluta farmsins, drógum við upp seglin og héldunl til St. Catherine á 27° 30' suÖur hnattbreidd. Verzlunarfyrirtæki og aÖrar byrðar höfðu að nokkru leyti svift mig þeim andlega fögnuði, sem fylti sál mína þegar við komum þangað. Eg hafði nú fleiri tóm- stundir og las þess vegna oftar í Biblíunni og öðrum bókum andlegs efnis. Eg var nú farinn að rita dagbók yfir tilfinningar mínar og skilning minn á þessu og hinu, og var það mér til mikillar hjálpar. Blöð úr þessari bók sendi eg konu minni, þeg- ar eg skrifaði heim. Þau voru bundin saman í böggul og hafa ekki verið lesin i þrjátíu ár. Eg hefi síðan hugsað, að þetta hlyti að vera pappírsrollan, sem eg hafði séð i fyrnefndum draumi. Eg gjörði mér i hugarlund, hvaöa fögnuð það myndi veita mér, ef eg að eins gæti hitt einn ein- asta kristinn mann, sem eg hefði getað haft skoðanaskifti við í þessum dýrmætu efnum, eða ef eg aðeins hefði haft tæki- færi til að sækja eina einustu bænasam- komu og hefði getað talað um tilfinnngar mínar við þá, sem mundu hafa skilið mig. Við komum til St. Catherine fyrsta janúar 1825, þar sem við keyptum farm af matvælum, sem við ætluðum að taka til norður hluta Brazilíu. St. Catherine er eina höfnin á mörg hundruð mílna svæði á þeirri strönd. Um þær mundir var mikil hvalveiði þar um slóðir. Þegar við sigldum frá Pernambuco var uppreist í því fylki og var þá mikill skort- ur á Farina—vöru, sem er búin til af nokkurs konar rótum, sem eru muldar þangað til að þær verða að grófu méli. Menn væntu þess að stjórnin í Brazilíu myndi leyfa erlendum skipum að verzla með þá vöru ef eftirspurnin væri eins mikil og áður. I von um að geta verzlað með þá vöru tók eg inn þess konar farm og sigldi til Pernambuco. Þegar eg kom þangað, fann eg að það var mjög auð- velt að selja þá vöru, en stjórnin bannaði mér að lenda, þvi að hún leyfði ekki út- lenzkum skipum að sigla í strandferðum. Eftir fáeina daga gjörði forsetinn eða fylkisstjórinn í einu fylki x norður hluta landsins mér boð um að koma til Paraiba og afferma þar. Verðið var ágætt, því að stjórnin keypti vistir fyrir herdeildir sínar. Þar eð þurkatiðin hélt áfram og skip mitt var mjög svo hraðskreitt, gaf fylkisstjórinn mér leyfi til að sækja ann- an farm. Hann gaf mér meðmælingarbréf til borgarstjórans i St. Catherine, þegar eg kom þangað voru kaupmennirnir mér þrándur í götu á öllum sviðum. Eg á- kvað þá að fara upp í sveitina til bænd- anna og sjálfur kaupa vöruna hjá þeim. Hepnaðist mér þetta vel og flutti eg vör- una á smábátum út að skipinu. í umgengni rninni með fólkinu, sem var kaþólskt, fann eg engan, er eg gat talað við um trúmál. Hugsaði eg oft um það, hvaða forréttindi það mundi vera að koma saman til bænasamkomu og heyra aðra biðja fyrir utan sjálfan mig. Eg

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.