Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.07.1930, Blaðsíða 10
io6 STJARNAN 1826. Þar eð við 'höfðum engan veikan mann á skipinu var mér leyft að taka skipshöfnina með mér til guðsþjónustu næsta sunnudag í hina holenzku mótmæl- enda kirkju. Þetta var fyrsta guðs>jón- ustan, sem eg hafði haft tækifæri til að sækja, síðan eg gjörði sáttmála við Guð, og veitti hún mér mikinn styrk. Eftir fáeina daga var einangrun okkar á enda, og varð eg þá fyrir þeirri gleði að fagna konu minni og systur í New York. Bróð- ir minn varð skipstjóri á “Empress” í stað minn á nýrri ferð til Suður- Ameríku. Eftir það fór eg heim til fjölskyldu minn- ar og vina í Fairhaven, eftir að hafa ver- ið aö heiman í tuttugu mánuði. Góð kunningjakona nokkur kom heim til mín til að sjá mig og spurði meðan við töluðum saman, hvað það væri nú langt síðan að eg hefði farið að leita Drottins og tekið sinnaskiftum. Eg svar- aði að eg hefði aldrei tekið sinnaskiftum. Hún var góð, kristin kona og virtist mér eins og hún hefði orðið fyrir vonbrigöum við að heyra svar mitt. Konan mín hafði áður reynt að koma mér til að trúa því, að Guð fyrir sakir Krists hefði fyrirgef- iö mér syndir mínar. Eg bað hana um að leiða mig ekki afvega í svo mikilvægu atriði. Hún sagði, að það væri ekki á- form hennar, en við lestur bréfa minna var hún orðin sannfærð um, að ef hún væri kristin, þá væri eg það líka. Eg svaraði, að eg yrði að sannfærast um afturhvarf mitt, fyr en að eg myndi fagna yfir því. Eg hafði að öllu leyti verið ákveðinn í því, að þegar eg kæmi heim mundi eg hafa Biblíulestur og bæn á morgnana. Satan hafði í marga mánuði reynt að aftra mér frá því, en eg ákvað að byrja undir eins og búiö var að borða morgun- verð. Einmitt þá kom maður inn til okk- ar, sem áður fyr hafði verið kunningi minn. Hann var andstæður öllum krist- indómi. Eg var í fyrstunni dálítið efa- blandinn hvort eg ætti að gjöra það meðan hann var inni, en eg lét samvizkuna og skylduna ráða. Eg opnaði Biblíuna og las kapítula, því næst kraup eg á kné og baö fyrir sjálfum mér, fjölskyldu minni og þessum kunningja. Hann varð mjög svo alvarlegur og kvaddi okkur undir eins á eftir. Eftir þennan sigur rnan eg aldrei eftir að hafa mætt þess konar hindrun. Hefði eg gefið freistaranum það eftir í það skifti er eg sannfærður um að eg mundi hafa þurft að mæta stærri erfið- leikum síðar meir. Eg hafði nú tækifæri til aö sækja kristilegar samkomur og höfðum við þar að auki eina bænasamkomu á heimili okk- ar í hverri viku. Séra H., vinur foreldra minna, bauð mér að koma með sér á vakn- ingasamkomur, sem haldnar voru í Taun- ton, hér um bil tittugu mílur frá heimili okkar. Eftir að eg dag nokkurn hafði sagt honum frá reynslu minni, bað eg hann, þegar við nálguðumst samkomuhús- iö, að skora ekki á mig að tala á þessari samkomu, þvi að eg hefði enga reynslu i því sem þar fór fram. Það kveldið var eg á samkomu meðal þeirra, sem leituðu Drottins áhyggjufullir yfir syndum sínum, og þeirra, sem nýlega höfðu snúið sér til Drottins. Sá, sem stýrði samkomunni, talaði vingjarnlega við hvern einstakling um kringumstæður hans og sannfæringu, og hvað Drottinn gjarnan vildi gjöra fyrir þá og skoraði á þá að tala um reynslu sína. Þetta var hin fyrsta samkoma af því tægi, sem eg nokk- urn tíma hafði verið við. Var áhuginn mikill fyrir þvi að heyra hvernig það hefði átt sér stað, að þessir skyldu hafa fengið afturhvarf á svo stuttum tíma. Hinar þóttalausu sögur þeirra um hvað Drottinn hafði gjört fyrir þá, þegar þeir fundu til syndaskuldarinnar, hvernig þeir höfðu komið til Drottins með allra hand- anna áhyggjur og byrðar og játað syndir sínar fyrir honum, hvernig þeir á ýmsan hátt höfðu fengið fróun, sumir með bæn i einrúmi, aðrir á samkomum, og aftur Framh. á bls. 109

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.