Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 7
STJARNAN sjúklingar hjúkrun. Mánuðinn næsta á eftir komu x8oo sjúklingar og hinn eftir- fyl?Jandi mánuö komu 2200 sjúklingar. Þá var ákveðið að takmarka sjúklinga- fjöldann með því að tiltaka vissar klukku- stundir, til þess að vér gætum eytt meiri tíma og hjúkrun á hvern sjúkling út af fyrir sig. Átján þúsundir manna fengu hjúkrun fyrsta áriö. Til að byrja með fekk fólkið hjúkrun og meðöl ókeypis- Seinna rneir var tekið frá tíu upp í tuttugu cents af þeirn, sem gátu borgað. Margir fejúklingar, sem fengu “prívat” hjúkrun borguðu venjulegt verð. Starfið fór óð- um í vöxt og vér urðum að byrja útibú í kringum liggjandi þorpum, þar sem vér höfum skrifstofustundir tvisvar á viku. Vér létum smíða dálitla byggingu i einum bæ, í öðrum leigöum vér húspláss. Auk læknisstarfsins voru á öllum þessum stöð - urn haldnar kristilegar samkomur á hverju kveldi. Á þann hátt komast f jölda marg- ar nxanneskjur til þekkingar á fagnaðar- erindi sannleikans.” Frá Filippus eyjunum• Frá Filippus eyjunum ritar dr. H. H. Hall, kristniboðslæknir á hinni nýju stöð í Manilla: “Það er enn ekki liðið ár síðan eg kom út í Filippus eyjarnar, og enn eru ekki liðnir níu mánuðir síðan eg byrjaöi að starfa sem læknir í Manilla. Hingað til hefi eg gert uppskurði á fjögur hundruð manneskjum. Það er mjög lítið um j>en- inga hér, svo að hinir stærri uppskurðir kosta fátæklingana hér um bil eins mikið og þá, sem betur eru staddir. Þegar eg er í ferðalögum inni í landinu eða á eyj- unum, verð eg að gera allra handanna upp- skurði og veita mörgum mönnum læknis- hjálp og alt þetta hefir kostnað i för með sér.” Mentun kristniboðslækna í Shanghai. Frá sj úkrahælinu í Shanghai ritar dr. H. W- Miller, yfirlæknir: “Fyrsta janúar 1928 opnaði sjúkrahæl- ið í Shanghai dyrnar fyrir sjúklingum hér 119 í Austurálfunni og áður en sex vikur voru liðnar höfðum vér sjúklinga í helmingi allra rúma. Fyrsta misseriö var stundum fátt af sjúklingum. Þegar haustið kom fór tala þeirra smám sanxan í vöxt, þang- að til að öll herbergi voru orðin full. Skóli vor fyrir hjúkrunarkonur hefir einnig stækkað, svo að nú höfum vér fjörutíu og tvær ungar stúlkur, sem nenxa hjúkrunarfræði. Það er heimtað af þeim að þær hafi hina sömu undirbúningsment- un og hjúkrunarkonur í heimalöndunum.” í bréfi, sem kom dálítið seinna, segir sarni læknirinn : “Það er undravert hvaö tala sjúklinganna hefir hækkað. Nú er það orðið mikið og erfitt viðfangsefni, að geta veitt pláss öllum sem koma. Vér höfum alla tíð fult hús. Fólkið sýnir nxikinn áhuga fyrir þessu starfi kristni- boðslæknanna, sem nú er að fara í vöxt.” MentastarfiS í Austurálfunni. Uppeldi rnanns og mentun ákveður að miklu leyti vitnisburð samvizku hans; en samvizkan er í vissum skilningi undirstaða vilja hanns og framkvæmda. Möguleik- arnir fyrir áframhaldandi uppeldis- og mentastarfi í Austurálfunni eru takmark- aðir. Fyrir utan Japan, sem getur jafn- ast við hvaða land á jarðríki sem er, er vanþekkingin mikil í öllum öðrum Aust- urlöndum . Til þess að fylla þarfirnar í þessu tlliti, höfum vér stofnað skóla, lægri og hærri, og höfum vér náð nokkuö langt í áttina, til að geta mentað innborna kristniboða á þessu rnikla svæði þar úti. Það mun vera viðeigandi að bæta því inn hér, að þessir innbornu leiðtogar sýna sig trúfasta og hugrakka undir hinurn erfiðu kringumstæöum i þeim löndum. I rnörg- um tiífellum koma ofsóknir og burtrekst- ur úr föðurhúsum því til leiðar, að þeir, eftir þess konar reynslu, verða málefninu enn tryggari og leggja alt í sölurnar til að leiða það'fram til sigurs. Starf þeirra rnanna er mjög ávaxtasælt og ber það Ijósan vott um að þeir eru kallaðir af Guði- Framh. á bls. 126

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.