Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 8
120 STJARNAN Lœknishjálp á kriálniboðssviðinu Eftir Dr. A. W. Truman. “Viltu verða heill ?” var hin meðautnk- unarfulla spurning, sem Jesús hjá laug- inni beindi að veika manninum, sem hafði veriö veikur í 38 ár- “Herra,” svaraði sjúklingurinn,” eg hefi engan mann,” sem getur hjálpað mér. Þetta er bergmál, sem vér einnig heyrum á vorum dögum bæði í heimalöndunum og heiðingjalöndunum. Maður getur ferðast vikum saman í Afríku meðal kynkvísla, sem telja margar þúsundir manna, þar sem kristniboðs- læknir aldrei hefir stigið fæti sínum, þar sem þeir einungis hafa hina svokölluðu galdralækna. Þetta er einnig tilfellið á Indlandi, í Kína og Suður-Ameríku, þar sem menn deyja þúsundum saman án þess aö hönd æfðs læknis nái til þeirra. í nánu sambandi við skipunina um að fara út um allan heim til þess að boða fagnaðarerindið stendur hjúkrunar- og læknisstarfið: að lina þrautir og lækna s j úka. Stofnun spítala á kristniboðssviðinu. Frá fyrstu byrjun hefir það kristiboðsfélag, sem sendir út þetta sérnúmer af Stjörnunni, haft kristniboðslækna í sam- bandi við boðun fagnaðarer- indisins. Margir spítalar og sjúkrahæli hafa verið reist hingað og þangað svo að þau nú ná svo að segja kring um hnöttinn. Eins og stendur höfum vér 1144 hjúkrunarkon- ur, lækna og aðra aðstoðar- menn úti í kristniboðslöndun- um, sem líta eftir veikum og bágstöddum. í heimalöndun- um höfum vér 2645 hjúkrun- arkonur og lækna í þvi sama starfi. Meðal hinna nýju kristniboða, sem sendir voru út síðastliðiö ár, voru f jórir læknar og tíu útskrifaðar hjúkrunarkonur. Þegar hornsteinninn var lagður að nýj- um sexlyftum spítala, sem nú er í smíðum í verzlunarkerfinu í borginni Shanghai i Kína, fór hinn ameríski aöalræðismaður, hr. Cunningham, svofeldum orðum um þetta fyrirtæki i ræðu, sem hann hélt við það tækifæri: “íbúar Shanghaiborgar fagna yfir þess- ari nýju stofnun fyrir veika. Hún mynd- ar hlekk í keðju stærri og minni spítala undir hinni sömu stjórn. Þessar stofn- anir finnast í Norðurálfunni, Afriku, á Indlandi, í Japan, Koreu eins vel og i Bandaríkjunum og í Suðurhafs eyjunum. Alt þetta vinna þeir fyrir sakir málefnis- ins án ágóða fyrir nokkurn einstakling . . • Vér v.eitum með gleði viðtöku þessum nýja spítala. Vér óskum stjórn hans og öllum, sem hafa unnið að því að koma honum á legg alls mögulegs fram- gangs, og vér lýsum velvild vorri yfir KristniboSslæknir á stöSinni i Nýassalandi, þar sem holdsveikir verSa læknaSir meS innspýtingu. Mynd af holdsveikra kerfi spítalans.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.