Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 9
STJARNAN 121 Vér tðkum eftir kvenmanni, sem hélt ungbarni sínu þannig aS vér gátum á því séð hræðileg sár. þessu starfi og fúsleikanum til að styÖja það.” ÞaÖ er oss sönn ánægja að skýra frá því, aS í hinni dimmu SuÖurálfu er búiÖ að kveikja mörg ljós, sem afleiðing af starfi kristniboöslækna. 167, 690 sjúkl- ingar fengu hjúkrun á spítölum vorum og 21 sjúkrastofu á einu ári. Meðal þeirra voru 200 holdsveikir, sem fá sérstaka hjúkrun og læknishjálp. Á Indlandi, sem nefnt er “Gíbraltar heiðindómsins,” hefir starf kristniboðslækn- anna haft sérlega góðan árang- ur. Jafnvel hið öfluga stéttar- kerfi hefir í mörgum tilfellum hrunið, eftir að hafa orðið fyrir áhrifum hins góöa, sem þetta starf kemur til vegar. hinir voldugu höfðingjar, sem bæði hafa mentun og skilning á þessu starfi, hafa sýnt svo mikinn áhuga fyrir því verki, sem læknar vorir hafa fram- kvæmt, að háttstandandi em- bættismenn á tveimur stöðum hafa boðið oss, að reisa og búa upp tvo spítala og afhenda oss þá, ef vér aðeins útvegum hina nauðsynlegu læknishjálp og vinnuhjú. Fordómar, vanþekking, hjá- trú og veikindi verða að víkja fyrir hinni “praktísku” lækr ingaraðferö kristniboðslækn- anna. Á því sviöi er framið verk, sem í sannleika er undra- vert. Þörfin, sem finst í hin- um þjáða og blæðandi heimi, er í sjálfu sér öflugt kall til karla og kvenna með viðsýni og tilfinningaríkt hjarta, til að fara út í erindum Meistarans og lina þrautir og neyð hinna þjáðu. — Umhyggjufullir eiga þeir að spyrja eins og Jesús forðum : “Viltu verða heill ?” Og hvaða blessað verk er það ekki að útvega peninga og hinn nauðsyn- lega útbúnað, til þess að fylla þarfirnar. Holdsveikir lœknaðir. Forstöðumaður kristniboðsins í Afríku, séra W. H. Branson, segir um lækninga- starfið á því svæði: “I þeim sex spítölum og mörgu sjúkra- hælum, sem finnast í hverju einasta landi i Suður- og Mið-Afríku, að undantekinni Sjúklingar hjá spítalanum I Nuzvid á Indlandi, sem ekki geta komist inn vegna rúmleysis.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.