Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN 123 vér erum nýbyrja'Öir og höfum lítinn út- búnaÖ, er þaÖ oss ómögulegt aS veita viÖ- töku öllum þeim sjúklingum, sem koma til vor. Öllum fátæklingum er gefin læknishjálp ókeypis; aÖrir, sem hafa ráð á því, borga dálítið. “Þér getið varla gjört yður í hugarlund hvað viðfangsefni vort er mikið, því að vér verðum að veita þessu fólki upp- fræðslu í heilsufræði og meginreglum heil- brigðisins. Hér er til dæmis fyrir framan oss kyrstæður vatnspollur og er vatnið í honum mjög svo óhreint, en þangað ganga menn til að þvo sér um hendur, andlit og fætur, og svo sækja þeir vatn úr þessum sama polli til að láta í deigið, þegar þeir baka brauð. Þetta er aðeins pínulítiS sýnishorn af þeirri fyrirlitningu fyrir öll- um heilbrigisreglum, sem vér verðum vottar að hér. Engin furða þótt veikindi dafni og blómgist. Samt sem áður eykst upplýsing smám saman og menn meta rnikils að fá uppfræðslu um heilsuveitandi lifnaðarhætti. Drottinn mun vissulega blessa og í ríkum mæli urnbuna þeim, sem styðja þetta verk þannig, að mögulegt er að senda kristniboða út á svæði eins og þetta.” Gitð' svarar bœn Pálínu. Kristniboði E. M- Trummer sendi oss þessa litlu sögu um Pálínu, sem fyrir skömmu tók sinnaskiftum í Medellin, Col- umbia, Suður-Ameríku: “í þrjá mánuði hafði Pálína verið þjáð af gigt, þangað til að henni vár að öllu leyti ókleift að ganga á öðrum fætinum. Fóturinn var svo rangsnúinn og tærnar svo kreptar, að það leit út fyrir að engin væri von um að hún myndi nokkurn tíma geta gengið aftur. Vér útveguðum henni fæðu og hvað annað, sem hún þurfti með. Einmitt á þessum tíma var oss gert boð, sem sagði, að hún myndi verða tekin á fá- tækra spítala og henni þar verða veitt öll nauðsynleg hjálp, ef hún aðeins vildi varpa frá sér trú sinni. “Eg á náðarríkan Föður á himnum, mikinn Guð, sem getur læknað,” sagði hún, “og eg ætla að ibiðja hann um að lækna mig. Eg hefi nógu mikla trú til að halda, að eg innan þriggja daga geti gengið fram hjá heimili þínu og sýnt þér, að eg er orðin hress.” Þegar hún hafði mælt þetta, settist hún upp í rúminu og bað: “Ö, Guð allrar náðar og miskunnsemi- Eg kem fram fyrir þig, til að biðja þig um að hlusta á mig, barn þitt. Þú hefir vald yfir öllu og öllum. Eg bið þig uin að lækna mig, til þess að eg geti sýnt þessum manni og öðrum, að þú ert hinn sanni Guð á himnum. Eg bið innilega um að þú viljir opinbera kraft þinn og gera þetta fyrir mig eftir ósk hjarta míns fyrir sak- ir Sonar þíns, hins kæra. Amen.” “Á þeirri sömu nóttu vaknaði hún um miðnætti og fann að hún hafði engar þrautir í fætinum. Hún gat nú hreyft hann eins og hinn fótinn. Svo fór hún hendinni um hann og, sjá, hann var orð- inn eins tilfinninganæmur og eðlilegur og hinn. Svo fór hún á fætur og fann að hann var jafn sterkur og hinn. Drottinn hafði læknað hana. Hún kraup á kné og þakkaði Guði fyrir hinn læknandi kraft hans. “Þann dag síðdegis efndi Pálína loforð sitt, sem hún hafði gefið manninum, sem færði henni tilboðið. Það var tveimur dögum á undan tíma, en hún gekk fram hjá húsi hans, heimsótti hann og fór síð- an ofan i bæ fótgangandi—yfir tuttugu stræti—og svo heim aftur. Hjarta henn- ar fyltist fögnuði og þakklæti, þegar hún segir frá hve góður Guð hafi verið við hana.” í Florida búa þeir til sextíu miljónir vindla á ári hverju. Peningana, sem menn láta úti fyrir þá, hefði mátt nota til ein- hvers betra.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.