Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 12
124 STJARNAN Beiðni höfðingjans Dag nokkurn kom hár og grannur Indí- áni inn i kristniboðsstöð vora skamt frá Amazon fljótinu. Eg þekti hann sem yfirhöfðingja Campas Indíánanna, sem voru taldir hinn stærsta og herskáasta kynkvísl meðal þeirra, sem dvelja me'Ö- fram Amazon fljótinu. Eg veitti honum viðtöku me'Ö því aÖ varpa vinarkveðju á hann. Því næst sagði hann: “Eg og þjóS mín höfum innilega löng- un til að kynnast hinum sanna Guði. Komið yfir og kennið oss.” “Hvað eruð þér gamall?” spurði eg. “Níutíu ára gamall.” “Hafið þér nokkurn tíma heyrt um hinn sanna Guð fyr ?” spurði eg hann. “Nei,” sagði hann, ekki fyr en eg fór að sækja samkomur yðar fyrir nokkrum vikum.” Því næst byrjaði hann eins og hann væri yfirbugaður af alvöru málefnisins, að biðja oss um kennara: “Æ,, komið og kennið fólki mínu eitt- hvað um hinn sanna Guð- í öll þessi mörgu ár höfum vér lifað í vanþekkingu. Margir deyja vegna þess að þeir lifa í löstum, drekka “masata” (nokkurs konar bjór) og kókaín. Vér förum með fjöl- kyngi, sem er orsök í svo mörgum barna- morðum. Oss langar til að fá skóla, til þess að vér getum lært að lesa hina helgu bók, sem fræðir oss um hinn mikla Guð.” Hann sagði mér frá þeirri gleði, sem hafði fylt sál hans, þegar hann á sam- komum vorum hafði heyrt dálítið um hinn sanna guð, kærleikans Guð, og um þá ómótstæðilegu þrá ,sem hafði gripið hann, til að útvega þjóð sinni kennara, til þess að hún gæti kynt sér “hinn rétta veg.” Eg hefi dvalið mörg ár meðal Indíána í suður hluta alndsins og hinna viltu kyn- kvísla í Perú, og hefi eg komist að raun um, að jafnvel þeir, sem dýpst hafa sokk- ið, verða unnir með vinahótum. Undir Séra F. A. Stahl (til vinstri) og Pedro Kalbermatter, sem i mörg ár hefir verið kristni- boðslæknir meðal Indíána i Perú. hinum kaldranalega svip þeirra er sönn löngun til aö öðlast þekkingu á því betra í lífinu. Þúsundir af þessum Indíánum lifa í synd og vanþekkingu, en margir þeirra leita að meira ljósi. Satt er það, að eitt- hvað hefir verið gert fyrir þá, Nokkrir kristniboðsskólar halda áfram að starfa undir mörgum erfðileikum, en ennþá eru margar kynkvíslir, sem ekki haf a haft tækifæri til að kynna sér hinn sanna Guð. Vér, sem lifum undir heppilegri kringum- stæðum, höfum þau forréttindi að gera vort til, að þessar manneskjur megi njóta þess góða, sem fagnaðarerindi Jesú Krists hefir í för með sér. F. A. Stahl. Sala evangelískra bóka “Útbreiðsla kristilegra bóka,” ritar P. Drinhaus frá Mið-Evrópu, “á drjúgan þátt í boöun fagnaðarerindisins. Alvar- legir og sístarfandi bóksölumenn hafa gengið í þjónustu fagnaðarboðskaparins

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.