Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.08.1930, Blaðsíða 14
I2Ó STJARNAN boÖssvæöi í Afríku bera ljósan vott um hiÖ undraverða starf, sem hefir fengið fótfestu í Mið- og Suður-Afriku. Á níu ára tímabilinu frá 1919 til 1928 hafa 1800 manns bæzt við söfnuðina — 600 prócenta vöxtur af skírðum kristnum mönnum, sem hafa komið út úr myrkri heiðindómsins- Mikið er enn ógert, en nú er einmitt tíminn til aö gera þaS, sem i voru valdi stendur fyrir hina dimmu heimsálfu. Elkki er það einungis satt, að Afríka bíður, heldur hneigir Afrika Guði. Hvaða undravert merki er ekki þetta upp á enda allra hluta!—Rhodesía, Afríka. Hin fjarlægu Austurlönd Framh. frá bls. 119 Starf hinna trúuðu fyrir aðra. Aðeins fáein orð enn um þá framför, sem þetta starf hefir tekið. Prófessor Fredrick Griggs ritar um þetta frá Filip- pus eyjunum með svofeldum orðum: “Á hinum fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 856 manneskjur verið skírðar. Góð- ur andi er ríkjandi meöal þeirra allra. Einnig meÖlimir safnaðanna eru starf- andi. Á einum stað var safnaðarmeðlim- ur nokkur, sem á einu ári leiddi þrettán manneskjur til Krists. Ein ástæðan fyrir hinum miklu framförum, sem starfið i Filippus eyjunum hefir tekið, er sú að all- ir meðlimir eiga annrí-kt með að uppfræöa vini og nágranna um sannleika Biblíunn- ar. Allir kristniboðarnir, bæði hinir inn- bornu og útlendingarnir, fagna yfir fram- förum starfsins.” í ritgerð um tveggja ára framför á litlu svæði langt inni í Kína, þar sem hafa ver- ið svo að segja stöðugar styrjaldir, lýsir séra J. Effenberg með örvandi orðum vexti starfsins. Á þessu tveggja ára tíma- bili hafa þeir myndað fimm nýja söfnuði af mönnum, sem nýlega hafa tekið sinna- skiftum og meðlimatalan hefir hækkað um helming. Þetta eru aöeins fáeinar bendingar á þá framför, sem starfið hefir tekið á þessu mikla svæði í Austurálfunni. Erfiðleik- arnir eru margir, en á sama tíma höfum vér margar sannanir fyrir því, að arm- leggur Guðs er útréttur fólkinu til frels- unar. “Til yztu endimarka jarðarinnar” Framh. frá bls. 115 fagnaðarboðinn getur farið hana. Ljósið uppljómar götuna langa leið fram undan oss- Frá himnum hefir Guð greitt götuna að hjörtum manna. Tíþúsundir kristni- boða hefðu ekki getað komið þvi til leið- ar, sem Andi Guðs hefir gert fyrir hverja kynkvisl á fætur annari. Hann hefir snú- ið hjörtum mannanna frá myrkrinu til ljóssins. Fyrir öll hin yztu endimörk jarðarinnar höfum vér fullkomið fagnaðarerindi. Um Jesúm stendur skrifað: “Fyrir því getur hann til fulls frelsað þá, sem fyrir hann ganga fram fyrir Guð, þar sem hann ávalt lifir, til að biðja fyrir þeim.” Heb. 7:25. —Washington, D.C. Til Lesendanna Hver, sem fœr eintak af þessu sérnúmeri aj Stjörnunni, getur verið fullviss um að peningar þeir, sem gefnir eru þeim, er safna, munu samviskusamlega verða sendir gjaldkera kristniboðsnefndar sjöunda dags Adventista. Hvenœr sem einhver myndi óska eftir að styðja kristniboðsstarfið í einhverju landi, sem um er getið í þessu blaði, hvort sem gjöfin er stór eða lítil, mun hún verða þegin með þakklæti og gefandanum send kvittun fyrir þegar gjöfin er send : annað hvort Stjörnunni eða J. L. Shaw, gjaldkeri, Takoma Park, Washington, D.C.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.