Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN 131 Heimkynni hinna hólpnu “En vér væntum eftir fyrirheiti hans, nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem rétt- læti býr.” 2. Pét. 3:13. Heit Drottins um, að hann muni ein- hvern tíma skapa nýja jörð, er gamalt, Vafalaust hafa guðsmenn fornaldarinnar haft skilning á þessu, eins og t. d. Abra- ham og eftirkomendur hans, sem vér skul- um siðar tala um. Alveg ótvírætt fyrir- heit um þetta finnum vér í síðustu kapí- tulunum hjá spámanninum Jesajasi: “Því sjá, eg skapa nýjan himinn og nýja jörð, og hins fyrra skal ekki minst verða og það skal engum í hug koma. Nei, gleðjist og fagniÖ æfinlega yfir því, sem eg skapa, því sjá, eg gjöri Jerúsalem að fögnuði og fólkiÖ í henni aÖ gleði.” Jes. 65:17, 18. Einnig Jóhannes postuli heyrði rödd frá hásætinu segja:' “Sjá, eg gjöri alla hluti nýja.” Opinb. 2115. Á þessari dýrölegu nýju jörð mun ekki sjást neitt af hinum óprýðilegu merkjum bölvunarinnar. “Og engin bölvun skal framar til vera.” Opinb. 22:3- Alt verð- ur óviðjafnanleg fegurð. “Eyðimörkin og hiS þurra land skal gleðjast; öræfin skulu fagna og blómgast sem lilja. Þau skulu blómgast ríkulega og fagna af unaði og gleði. Vegsemd Líbanons skal veitast þeim, prýði Karmels og Sarons; þau skulu fá að sjá vegsemd Drottins og prýði Guðs vors.” “Þá munu augu hinna blindu upp- ljúkast og opnast eyru hinna daufu; þá mun hinn halti létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa fagna lofsyngjandi; því að vatnslindir spretta upp í eyðimörk- inni og lækir á öræfunum.” “Hinir end- urkeyptu Drottins skulu afturhverfa og koma með fögnuði til Zíonar; og eilíf gleði skal leika yfir höfði þeim ; fögnuður og gleði skal fylgja þeim, en hrygð og andvarpan flýja.” Jes. 35:1,2,5,6,10. “Og enginn borgarbúi mun segja: Eg er sjúkur. Fólkið, sem þar býr, hefir fengið fyrirgefningu misgjörða sinna.” Jes. 33 : 24. Hér í heimi er það algengast, að gleði sú og hamingja, sem mennirnir sækjast eftir, flýr frá þeim, en þar á móti fá þeir oft ríkulegan hluta af þeirri sorg og þeim andvörpum, sem þeir reyna að forðast. Þar skulu hinir hólpnu ná hinu fyrnefnda, og hið síðarnefnda mun vera horfið. Guð “mun þerra hvert tár af augum þeirra, og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl er framar til; hið fyrra er farið.” Opinb. 21:4; Hinir hólpnu munu ekki lifa iðjulausri skuggatilveru í hinu eilífa, sæla heim- kynni þeirra á hinni nýju jörð. Líf þeirra og athafnir verða jafn verulegar sem á þessari gömlu jörð—já, óendanlega miklu framar, því að hvorki sjúkdómur né sorg né nokkuð annað ilt mun skyggja á gleði þeirra. “Þeir munu reisa hús og búa í þeim, og þeir munu planta víngarSa og eta ávöxtu þeirra. Eigi munu þeir reisa og aðrir í búa, eigi munu þeir planta og aðrir eta; því að aldur fólks míns mun verða sem aldur trjánna, og mínir útvöldu skulu sjálfir njóta handaverka sinna.” Jes. 65:21,22. Dýrðlegasti staðurinn á jörðinni verð- ur þá borgin helga, sem Guð hefir gert,

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.