Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 7
STJARNAN Enginn verður sjúkur, enginn verÖur gamall, allir eru eiliflega ungir. “Þvi að eins og hinn nýi himinn og hin nýja jörð, sem eg skapa, standa stöðug fyrir mínu augliti, segir Drottinn, eins mun af- sprengi yðar og nafn standa stöðugt.” Og meðan eilífðir líða, skal þaS verða, að “á mánuði hverjum, tungikomudaginn, og á viku hverri, hvíldardaginn, skal alt hold koma, til þess að falla fram fyrir mér, segir Drottinn.” Jes. 66:22, 23. Er alt þetta satt? Getur svo verið í raun og veru? Já, því að “sá, sem i hásætinu sat, sagði: Sjá, eg gjöri alla hluti nýja, og hann segir: Rita þú, því að þetta eru orðin trúu og sönnu.” Opinb. 21:5- “Og hann sagði við mig: þessi orö eru áreið- anleg og sönn, og Drottinn, Guð anda spámannanna, sendi engil sinn, til þess að sýna þjónum sínum það, sem verða á innan skamms.” Opinb. 22:6. Þú skalt ekki segja að Opinberunarbókinni sé ekki hægt að treysta. Þetta, sem engillinn kunngjörði Jóhannesi, nefnilega, hvað sé í vændum, er sannleikur. Spyrðu hvers vegna vér getum vitað það ? Yér vitum það af því, að mesti hluti innihalds henn- ar er þegar kominn og hefir staðfest rétt- mæti sitt. Þess vegna má ekki heldur neinn breyta því, sem ritað er: “Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádóms- bókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins, og borginni helgu, sem um er ritað í þessari bók.” Opinb. 22:19. “Sæll er sá, sem les, og þeir sem heyra orð spádómsins og varðveita það sem ritaö er í honum, þvi að timinn er í nánd.” Opinb. x :3. “Sjá, eg kem skjótt. Sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar.” “Sælir eru þeir, sem breyta eftir boðorð- um hans, svo að þeir nái að komast að lífstrénu og megi ganga um borgarhliðin inn í borgina.” Opinb. 22:7, 14. fEldri þýð.). Öll jarðnesk barátta og srmdrung nálg- ast endalok sín. Alt er skjótlega í garð- inn búið áSur en hinir siðustu úrslita-at- burðir verða. Ómurinn heyrist af degi Drottins, og dagurinn nálgast óðum. “Sá, sem þetta vottar, segir: Já, eg kem skjótt.” Búðu þig, kynslóð, til þess að koma fyrir Guð þinn! Gefi Guð að þau sannindi, senx vér hér í fylsta trausti til Guðs orða höfum sett frarn á látlausan og einfaldan hátt, megi finna rúm í hjörtum margra, svo aS þeir gætu búist til að forðast þær hörmungar sem í vændum eru. Stundarkorn enn heyrist kallið; en enginn af oss veit, á hvaða degi það þagnar. Dagurinn í dag er mörgum síðasta tækifærið. Enn stendur Frelsari vor fyrir dyrum og knýr þær, talandi mildilega til hjartans : Opna þú, svo að eg fái að komast inn og neyta kveldverðar með þér. Sjá, eg kem skjótt. Bú þú þig! “Sjá, eg kem skjótt, launin hefi eg með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.” Opinb. 22:12. Gagnteknir af hinni sömu djúpu þrá, sem altók Jóhannes, þegar hann sá allar þessar undursamlegu sýnir og heyrði alla þessa undursamlegu hluti, endum vér einnig með þeim orðum, sem hinn heilagi postuli notar, til þess að birta mestu og innilegustu ósk hjarta síns og síðust eru í hinni helgu Ritningu: “Amen. Kom þú, Drottinn Jesú! Náðin Drottins Jesú sé með hinum heilögu. Amen.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.