Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 8
STJARNAN 136 Lífsreynsla og œfiskeið Jóseps Bates NÍTJÁNDI KAPITUU. VoriÖ 1827 gekk andleg vaknirig yfir Fairhaven. Samkomurnar voru sérlega vel sóttar í lærisveinakirkjunni. Um þær mundir kom sú spurning upp í huga mín- um: Hvaða kirkjudeild á eg nú að til- heyra ? Konan mín hafði verið meðlimur lærisveina kirkjunnar í nokkur ár áður en við giftumst. Síðan hafði eg farið með henni í kirkju, þegar er var heima, og nú var mér býsna vel kunnugt um kenningar þeirrar kirkjudeildar. Þeir tóku Ritninguna sem eina reglu og mæli- kvarða trúar og breytni, og viðurkendu enga af mönnum tilbúna trúarjátningu. Foreldrar mínir höfðu í langa tíð verið meSlimir Kongregationalista kirkjunnar svo höfðu og öll börn þeirra, sem hingað til höfðu tekið sinnaskiftum, og nú vildu þau að eg sameinaðist þeim. En það voru viss atriði í trúarjátningu þeirra, sem mér var ómögulegt að skilja. Eg ætla að benda á tvö þeirra viðvíkjandi skírninni og þrenningunni. Faðir minn, sem í mörg ár hafði verið djákni safnaðarins, reyndi að sannfæra mig um, að kenning þeirra væri rétt. Eg sagði honufn að kenning þeirra um skírnina væri mér ekki vel skiljanleg. “Eg lét skíra þig sem barn,” sagði hann. Eg svaraði, að það hefði vel mátt gjöra samkvæmt trú hans, en að Biblían kendi, að við verSum fyrst að trúa áður en við verðum skírðir, og að það á þeim tíma hefði verið mér sem ung- barni ómögulegt að trúa. Viðvíkjandi þrenningunni kom eg að þeirri niður- stöðu, að það var mér ómögulegt að trúa því, að Jesús Kristur, Sonur Föðurins, væri hinn almáttugi Guð, Faðirinn, sama persóna og hann. Eg sagði við föður minn: “Ef þú getur sannfært mig um, að viS séum einn og hinn sami i þeim skilningi, að þú sért faðir minn og eg sé sonur þinn, og á sama tima að eg sé faðir þinn og þú sért sonur minn, þá mun eg trúa á þrenninguna samkvæmt kenningu ykkar. Erfiðleikarnir í sambandi við þetta leiddu til þess, að eg gjörði þetta að efni bæna minna til Guðs, sér í lagi viðvíkj- andi skírninni. Eftir þaö kom eg auga á 27. Davíðs sálm. Þegar eg hafði lesið hann, sagði eg: “Já, Drottinn, eg ætla að vona á þig; eg ætla að treysta þínu orði; eg verð að skírast—verða greftrað- ur með Kristi í skírninni.” Guð styrkti hjarta mitt og frá þeirri stundu gaf hann mér skilning á því, sem hann krafðist af mér. Orð Guðs var mér dýrmætt. Nokkr- um dögum seinna sté eg ofan í vatn skírn- arinnar og sameinaðist lærisveina kirkj- unni. Sama dag bað eg séra H., sem skírði mig, hvort hann vildi ekki aðstoða mig við að mynda bindindisfélag. Það var nefnilega á þeim tíma ríkt í huga mínum að nota krafta mína—í félagi við aðra, sem skyldu vilja aðstoða mig i þessu—til að gjöra tilraun til að halda í skefjum hinni vaxandi áfengisnautn og þeim löst- um, sem henni fylgdu. Síðan eg var hætt- ur aö nota áfengisdrykki, var eg farinn að skoða það, sem þýðingarmesta sp>orið, sem eg nokkurn tíma haföi stigið. Þess

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.