Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 10
138 STJARNAN Pennamynd af heiðindóminum Heiðingjarnir, sem ekki þekkja Guð, lifa stöðuglega í eymd, hjátrú og ótta — ótta; fyrir nágrönnum sínum og ótta fyr- ir illum öndum. Samkvæmt trú þeirra fær enginn maður eðlilegan dauðdaga. Þegar einhver deyr, álíta þeir að hann hafi verið eitraður með göldrum. Eftir- farandi dæmi mun sýna oss ótta þeirra, sem sér í lagi er mikill í Solomon-eyjun- um. Galdramaður nokkur, veiklulegur kryplingur, sem átti heima í Choiseul, hafði hrætt hina innbornu, er héldu að hann hefði eitrað margar manneskjur með göldrum sínum. Þeir ákváðu að bana honum, til þess að geta varið sig; en þeir óttuðust yfirvöldin. Seinna meir seldu þeir hann sem þræl annari kynkvísl í Dovle. Þegar kristniboöi vor kom til Dovle, fann hann, að hinir innbornu þar vour mjög svo óttaslegnir galdramanns- ins vegna, því aS þeir héldu að hann hefði drepið nokkra menn. Þessi galdramaður lifði í kjarrskóginum skarnt frá skurð- goði sínu, sem var léleg eftirliking af mannsmynd, sem hafði verið skorin út í burknaviðarstofn. Fyrir framan þetta skurðgoð var altari. í nánd við þorpið hafði hann rutt dá- lítinn jarðblett fyrir garð. Maður nokk- ur meðal hinna innbornu sáði, eftir siS- venju þeirra, fáeinum frækornum í eitt garðshornið. Galdramaðurinn, sem vildi vernda blettinn, strengdi “heilaga” um- feðminga þvert yfir hann. Yfir þessu varð hinn innfæddi maður svo reiður, aS hann upprætti alla umfeðmingana. Galdramaðurinn gat sem kryplingur ekki barist, svo hann greip til galdursins og lýsti bölvun sinni yfir sökudólginn. Þessi var mikill og ramefldur maður aðeins 35 ára gamall. Hann bjó sig nú undir að deyja. Hann arfleiddi hina innbornu að miklum bát, sem hann var aS smíða. Því næst hætti hann að borða, gaf upp alla von og lagðist út af til þess að bíða dauðans. I fjarska mátti heyra galdramanninn dag og nótt ákalla andana. Þegar kristniboðinn frétti þetta, fór hann fyrst til hins innborna manns, sem galdramaðurinn hafði bölvaS, og fann hann liggjandi á jörðinni, verulegt sýnis- horn af örvæntingu og neyð. Þegar hann kom auga á kristniboðann, herti hann upp hugann og skoraði á hann að biðja Guð fyrir honum, aS hann veitti honum hjálp. Af því að hann lofaði að taka sinnaskift- um, var beðið fyrir honum. Því næst gekk kristniboðinn á þann stað, sem hafði verið bölvaður, til þess að burtnema bölv- unina. Galdramaðurinn hafði alla tið augastað á honum frá litla kofanum sín- um í brekkunni. Skömmu seinna hitti kristniboðinn galdramanninn. "Jlvaö meinar þú með því að bölva öðrum manni?” spurði hann galdramanninn. “Bölvanir þinar eru ó- nýtar, því að Guð er öflugri en allir þess- ir andar til samans.” Galdramaðurinn svaraði, aS honum liði illa og sagðist óska eftir að geta hætt öllu þess háttar verki. Hann bað kristniboðann um að hjálpa sér og.lofaði að hætta allri galdramensku. Þetta átti sér stað fyrir fjórum árum og kristniboðinn ritar, að hann hafi ekki einungis efnt loforð sitt, heldur að hann sé einn meS hinum samvizkusömustu kristnum mönnurn í þorpinu. Sá, sem var bölvaður, og sá, sem bölvaði honum, lifa nú saman í einingu andans og bandi frið- arins. Tulogi, Solomon eyjarnar. R. H. Tutty.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.