Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN E59 Meðal villimanna í átthögum þeirra “Eg ætla a?S segja frá því sem Jesús gjörir þar úti í Malekula” fNý Hebrfö unum), sagði Jack, innborinn maður frá þessari eyju villimanna, en það var ekki nema ár síðan hann sjálfur hafði yfir- gefið heiöinna manna sið. “Áður fyr höfðum við byssurnar meS. okkur hvert sem við fórum. Stundum gekk eg að landamærum hinnar miklu Nambus-kyn- kvíslar, en eg vogaði mér aldrei inn í land hennar. Eg var of hræddur til þess. Eg gekk aðeins ofan í fjöruna. Nú er það öðruvísi. Nú er eina byssan mín sú, sem þú sérð hangandi á veggnum [mynda- rollu] og hvert sem eg fer, tek eg hana með mér, til þess að fræða fólkið um Guð og Jesúm. “Leyfðu mér að segja frá því, sem skeði í vikunni sem leið. Við höfðum beðið alla vikuna óg föstudaginn sagði eg við kennarann: “Masig, eg vildi óska aö einhver færi með mig á morgun, til að heimsækja fólkið í Betrevli [þorp í innri hluta Malekula eyjunnar]. Andi Guðs hefir blásið mér í brjóst að fara. Ef eng- inn skyldi vilja fara með mér, þá ætla eg að fara einsamall. “Þegar eg vaknaði hvíldardags morg- uninn var mér alveg sama hvort nokkur maður færi með mér eða ekki. Eg var að öllu leyti ánægður að fara einsamall, og það gjörði eg. Þegar eg kom þangað, fann eg einmitt það, sem englarnir höfðu sagt mér, að fólkið myndi gjöra, og það skeði. Eg hafði ekki fyrirfram kunn- gjört, að eg myndi hafa samkomu þar; en þarna voru allar þessar manneskjur — karlar og konur og börn—samankomnar, eins og eg hefði ráðstafað öllu fyrirfram. Eg hélt guðsþjónustu. Á þessari sam- komu var maður nokkur, sem fyrir nokkru hafði hótað að drepa mig. Hann hafði sagt: “Ef Jack kemur hingað upp einu sinni enn, til þess að segja þessar sögur, þá ætla eg að hafa augastað á hon- um, þegar hann knékrýpur, til þess að biðjast fyrir, eins og siður hans er, þá mun eg nálgast hann og með hnífnum skera höfuðið af honum.” “Meðan eg talaði um Móse-barnið í reyrörkinni í sefinu, sem var umræðuefni mitt í það skifti, komu tvö lítil börn fram til að skoða myndina. Maðurinn, sem hafði hótað að drepa mig, fór að ávíta börnin. “Nei, nei,” sagði eg, “talaðu ekki þannig við þau, því að þau gjöra einmitt það, sem englarnir sögðu við mig í nótt, að þau myndu gjöra, meðan eg væri að tala til ykkar.” “Eftir þessa guðsþjónustu, tók eg alt þetta fólk með mér í annað þorþ, þar sem eg talaði fyrir öðrum mannssöfnuði. Einnig um þetta hafði eg fengið tilsögn af englunum. Maðurinn, sem hafði hótað að drepa mig kom einnig með til þeirrar guðsþjónustu og á leiðinni þangað sagði hann við mig: “Jack, eg er maður, sem ekki hefir hugsað um annað en að berjast og gjöra ilt, og þegar þú komst, fanst mér það sjálfsagt að drepa þig, en nú er eg orðinn annar maður og mig langar til að vera eins og þú.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.