Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 14

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 14
142 STJARNAN mun aldrei verÖa öðruvísi en það er, ekki vitund víðara. Það er nógu vítt fyrir hinn stærsta syndara, þegar hann i allri auð- mýkt kemur meÖ sundurkramiÖ hjarta. Ejn ef það er eitthvað, sem þú ert ekki fús til að sleppa, muntu aldrei komast inn um það, jafnvel þó að þú gjörir þér far um það. Þáttu byrðina niður og gakk þú svo inn, fyr en dyrunum verður lok- að að eilífu. Láttu það ekki dragast lengur. Ákveð þú nú að þjóna honum, sem elskaði þig og gaf sjálfan sig fyrir þig. Þá munt þú finna frið og sanna hamingju. “Komdu og kendu oss!” Séra Gudmundsen, sem er kristniboði í Abessíníu, ritar: “Á ferðalagi í Abessíníu kom einn af hinum innbornu kristniboðum vorum til heiðinnar kynkvíslar í norðurhluta lands- ins. Höfðinginn gerði boð til hans og spurði hvað hann ætlaði sér. “Eg er kennari,” sagði hann, “og hvitur kristni- boði hefir sent mig til Amharic þjóðar- innar, til þess að kenna fólkinu fagnaðar- erindi Jesú Krists og sannleika Biblíunn- ar.” “En,” svaraði höfðinginn, “hvers vegna fer þú til Amharic þjóðarinnar til þess að fræða hana um Jesúm. Hún hefir þegar heyrt urn hann. Hvers vegna verður þú ekki kyr hér til að fræða oss? Vér þekkj- um hvorki Jesúm Krist né Biblíuna.” Á öllum tungumálum Séra Königmacher, kristniboði við Liumba stöðina í Barotselandi í Afríku, ritar: “fagnaðarerindið mun hljóma á öllum tungumálum fyrir öllum þjóðum. Hér um daginn taldi eg þau tungumál, sem eru töluð í Barotsedalnum, og fann að þau eru tólf. ÖIl þessi tungumál hafa annaðhvort komið í samband við læknis- starf vort eða hlustað á inn'borinn kristni- boða í sínum eigin þorpum. Kristniboð- arnir í öðrum landsfjórðungum eiga vafa- laust eins annríkt og vér og vinna ef til vill meira. Eg gerði boð einum kennara á hinni yztu útibússtöð og lét segja hon- um: “Ef nokkurt þorp er til á þinu svæði, þar sem fólkið hefir aldrei heyrt um Jesúm, þá far þú þangað og kunn- geröu því boðskapinn um hann.” Spurninga-kassinn Framh. frá bls. 130 menn yfirgefa konur sínar, þegar þær tóku sinnaskiftum og fóru að hlýða boð- um Drottins. Konur hafa tekið sig upp og vfirgefiö heimili og börn, þegar eigin- menn þeirra snerust til hans, sem er lífið sanna. Það er í þeim skilningi að “ósamlyndi,” “eldur,” sundurþykki“ og ”fjandskapur” stafa af komu Krists. Satan sleppir aldrei bráð sinni án þess að heyja strið, og mun það strið verða ægilegra eftir þvi sem vér nálgumst endalokin, því að hinn vondi er í miklum móð yfir því að tíminn er oröinn naumur. Opinb. 12:12. Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates Framh. frá bls. 137 stækkaði. Samt sem áður mætti þessi hreyfing mikilli mótspyrnu svo það gekk upp og ofan. Því næst kom hinn svo- kallaöi “kaldvatnsher” af litlum börnum fjögra ára og þaðan af eldri með hina einföldu söngva til heiðurs vatninu,—hinu tæra, kalda, hressandi vatni i staðinn fyr- ir áfengisdrykki. Hin saklausa og hisp- urslausa framkoma þeirra, sér í lagi á hinum litlu samkomum þeirra, gjörði mik- ið til að vekja nýjan áhuga hjá foreldr- unum fyrir algjörðri bindindissemi. Þeg- ar þessi litli her náði hámarki sínu taldi hann þar í bænum yfir 300 börn. Framh.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.