Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN 143 FRÉTTIR AllstaÖar sér matSur karla og konur reykja vindlinga ('cigarettur), en fáir eru þeir ,sem gjöra sér í hugarlund hve rnikl- um peningum menn eySa í þetta. 1 Bandaríkjunum eyÖa. þeir árlega í tóbak þrjátíu dollurum á hvert mannsbarn í landinu. Ef allir, sem reykja i Suður- Afríku rööuöu vindlingum sínum niður eftir lengdinni mundi það koma í ljós, að þeir reykja átján hundruð fet af cigarett- um á hverri mínútu. Þeir, sem reykja tóbak i Bandaríkjunum, eyða tvisvar sinn- um meira en þaðl kostar að halda stjórn- inni við, til þess aS þeir geti haft þetta ljúflings illgresi um hönd. Búðarmaður í borginni Canton i Ohio ríkinu kemur með þær upplýsingar, að sextíu og fimm prócent af þeim, sem vindlinga kaupa, eru stúlkur og konur. Sumar þessara kvenna kaupa og reykja svo mikið sem þrjá og f jóra pakka á dag. 'Major R. Y. Stewart, yfirmaður allra skógarvarða í Bandaríkj- unum, gefur þá skýrslu, að árið sem leið hafi komið upp 158,000 skógareldar í ríkjunum og aS skaðinn af þeim hafi numið þrjátíu og þremur miljónum doll- ara. En það versta af því öllu er að lang- flestir af þessum eldum orsökuðust af logandi eldspýtum, er þeir, sem kveikja í vindlingum, henda kæruleysislega frá sér. í Bandaríkjunum reyktu þeir árið sem leið þúsund vindlinga fyrir hvern karl- mann, hverja konu og hvert barn i land- inu. En það er auskilið að ekki hvert mannsbarn í landinu reykir, svo að þeir sem reykja hljóta að hafa reykt langt fram yfir þúsund á mann. Um fjögur þúsund manneskjur deyja árlega i Banda- rikjunum af krabbameinum í munninum og í flestum tilfellum orsakast þau af hinum svokölluðu reykingablettum eða graftrarpokum. Áður fyr voru það svo að segja eingöngu karlmenn, sem fengu þessa bletti, en núna eftir að kvenfólkið STJARNAN kemur út mánatSarlega. trtgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um áritS i Canada, BandartkJ- unum og á Islandi. (Borgist fyrirfram). Rltstjóri og rátSsmaður : DAVÍD GUDBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St.. Winnineg. Man. Phonie: 31 708 fór að reykja, þá eru þeir að verða al- mennari i kvenmönnum líka. Gene Tunney hefði getað fengið $10,- 000 fyrir að skrifa nafn sitt undir þessa vindlinga auglýsingu : “Allir vinir mínir nota vindlingategund yðar.” En Gene Tunney hafnaði þessu tíu þúsund dollara tilboði með eftirfarandi orðum: “Nei, eg reyki ekki og ætla ekki að ljá áhrif mín, til þess að koma einhverjum unglingi til að gjöra það, sem eg gjöri ekki sjálfur.” Það hlýtur að hafa valdið mikilli af- brýðissemi hjá hégómlegum vinsúpandi kinna- og vara-máluðum vindlingareykj- andi stúlkum í Bandaríkjunum og gjört þær grænar af öfundsýki að lesa í dag- blöðunum um þann orðstír, sem dóttir forsætisráðherra Breta fékk allstaöar fyr- ir hina látlausu og prýðilegu framkomu sína, fyrir hinn fagra eðlilega hörundslit sinn, sem aldrei hafði verið uppdubbaður með lyfjabúðarfegurð, og fyrir það, að hún í hvívetna sýndi áhuga fyrir því, sem er þess virði að skifta sér af í lífinu. — Það er ekki sjaldgæft nú á dögum að sjá vindlingareykjandi kvenmenn, sem eru aðeins milli tvitugs og þrítugs, en líta út eins og þær væri milli fertugs og fimtugs og er hörundslitur þeirra gulur, hvapleg- ur og þvalur, og svipurinn visinn.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.