Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 16

Stjarnan - 01.09.1930, Blaðsíða 16
Höfðinginn hafði smíðað nýja kriálniboðsálöð I Sierra Leone í Vestur-Afríku var voldugur höfðingi, sem ekki leyfÖi atS nokkur kristniboðsstöö yrÖi reist i landi hans. Hann hafði fengið fregn um hiö góða verk, sem handiðnaðarskóli vor í Wiaterloo leysti af hendi og fór hann að leita sér upplýsingar. Þessu viðvikjandi hjá kristniboða vorum. Þegar hann kynt- ist starfi voru og tilganginum með að kunngjöra fagnaðarerindið, þá bað hann í allri alvöru um að fá kennara. Því mið- ur höfðum vér um það leyti hvorki pen- inga né kristniboða að senda þeim, Yfir þvi varð hann mjög svo hryggur, en kristniboðinn lofaði að gera það, sem i hans valdi stóð til að útvega honum kenn- ara- Fáum vikum seinna kom höfðinginn aftur og vildi ná tali af kristniboðanum í annað sinn um þetta. Kristniboði, er Gronert hét, fylgdi í þetta skifti höfðingj- anum heim í fjarlægt þorp. Þar fann hann efst uppi á hól rutt land og á því stóð bygging, sem rúmaði 300 manns. Fimtán smá kofar stóSu í baug kring um þetta land. Þeir voru allir smiðaðir eftir sniði hinna innbornu manna, en voru bæði snotrir og hreinir. “Hr. Gronert,” sagði höfðinginn, “þeg- ar þér tilkyntuð mér að þér hefðuð enga peninga, þá rann mér það til rifja. Eg fann að vér þurftum aS fá kennara. Svo að þegar eg ráðfærði mig við höfðingja mína, komum vér oss saman um að smíða þessi hús og þennan skóla handa yður. Eg ætla nú að afhenda yður alt þetta, ef þér viljið senda mér kennara.” Þvi næst var Gronert leiddur inn í þessa miklu byggingu, þar sem hann sá hundr- aö höfðingja samankomna frá öllu þessu svæði, sem tilheyrði yfirhöfðingjanum. Þeir risu á fætur og heilsuðu honurn. Að því búnu báðu fleiri þeirra kristniboðann um að kennarar yrðu sendir út á svæði þeirra. Vakning gengur yfir Afríku á þessum tímum, svo að menn hafa aldrei séð aöra eins. Nú er tími kominn til að láta kristni- boðið ganga með hraða. Eátum oss ekki vanrækja að sinna þessu þýðingarmikla kalli. — W. E- Read. Sjálfsafneitun Guðs barna Á öllum öldum hefir Guð haft þjóna, sem hafa verið fúsir til að leggja alt í sölurnar, jafnvel lífiö sjálft, fyrir málefni Guðs. Abel fórnaði lifi sínu; Nói lét al- eigu sína í örkina; Abraham yfirgaf ætt- jörðina til að fara í framandi land og vitna þar um gæzku Guðs; Jósep var i þrælahaldi í þrettán ár fyrir að sýna hlýðni við boðorð Drottins; Móses kaus heldur að þola ilt með lýö Guðs, en njóta skammvinns synda-unaðar sem konungur Egyptalands; spámennirnir allir vildu heldur þola ofsóknir og skort og vera Guðs megin i baráttunni milli ljóssins og myrkursins, en að njóta vináttu heims- ins; Jesús, Frelsari vor og fyrirmynd, yfirgaf dýrðarsali himinsins, til að leita að hinu týnda og frelsa það með sínu eigin blóði. Þú og eg, kæri vinur, vorum týndir, en hin ljúfa kærleiks- og náðarrödd Jesú óm- aði inn í sálir okkar. Hann hvíslaði að okkur fyrirgefningarorðum, veitti okkur fögnuð síns hjálpræðis og friðinn sanna- Þegar þú nú hefir lesið greinarnar í þessu blaði og séð hina miklu þörf á hjálp með- al þeirra, sem ráfa í myrkrinu, þá ákveð þú í hjarta þínu, hvað þú ætlar að láta mikið á altari Drottins, til þess að týndar, hirðislausar og þjáðar sálir megi rata heirn í föðurhúsin eilífu. ■D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.