Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 1
STJARNAN 6—-U~ Hvar er bezt að vera? Á þessum alvarlegu tímum koma margir me'Ö þessa spurningu. Vér álítum þann mann sælan, sem á lítið heimili úti á landsbygÖinni, þar sem hann getur fram- leitt nógu mikið til að sjá fyrir sér og sínum, uppalið börn sín til að dýrka Guð og þjóna honum og verða lög- hlýðnir borgarar í landinu. Margir munu á komandi vetri iðrast þess að hafa yfirgefið sveitaheimili og flutt inn í einhvern verksmiðjubæ, til þess að geta haft sem styztan vinnutíma og sem mest af skemtunum. En hvað verður úr því þegar öflugt auövald dregur hornin inn og peningar af skornum skamti eru í veltunni ? Mun þá ekki neyð og hungur sverfa að? Vissulega. Einu sinni enn munu menn sjá, að það er betra að vera lítill herra en mikill þjónn. Betra að hafa brauðbita með ró, en hús fult af gæðum með óánægju, því að öll þess konar gæði geta auðveldlega brugðist eins og vér nú er- um vottar að. Margir munu á þessum kómandi vetri óska sér nokkurra af þeim afurðum, sem þeir varla virtu viðlits meðan þeir voru frjálsir bændur. Æj, að menn myndu ætið eftir því að lífið er meira virði en fötin og frelsið meira virði en skammvinnar skemtanir, en mest af öllu ríður á að hafa Jesúm með sér í verkinu. —D. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.