Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 2
146 STJARNAN SPURNINGA-KASSINN Kœri Mr. Guðbrandsson! Vildir þú gera svo vel að svara eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hvaðan kom andi eða sál stúlk- unnar? Lúk. 8:55. VersiÖ er á þessa leið: “Og andi hennar sneri aftur, og hún reis upp þegar í stað, og hann bauð að gefa henni að eta.” Hér er talað um dóttur Jaírusar, tólf ára gamla stúlku, sem Jesús við þetta tækifæri reisti upp frá dauðum. Nú vill spyrjandinn vita hvaöan “andi” eða “sál” stúlkunnar kom. Jesús sagði einu sinni við mann: “Hvað er skrifað í lög- málinu? Hvernig les þú?” Lúk. 10:26. Orðin “andi” og “sál” eru alls ekki sam- merkingarorð í Ritningunni eins og rnarg- ir nú á dögum vilja halda á lofti. Orðið “andi” er á grísku “pneuma” og þýðir blátt áfram ekki annaö en “vindur,” það er að segja loftið, sem við andardráttinn sogast inn i lungun, til að veita likaman- um það súrefni, sem hann verður að hafa til að halda lífinu við. Þessi “andi” kem- ur úr andrúmsloftinu, sem umgefur hnött- inn, til þess að fylla' hinar daglegu þarfir vorar og “koma” í oss á efsta degi, þegar Drottinn mun vekja oss upp frá dauðum. Þetta kemur greinilega í ljós í hinum fagra spádómi í bók Esekíels spámanns um upp- risuna, sem mun sameina öll Guös börn aftur. Þar lesum vér: “Þá sagði hann við mig: Mæl þú i guðmóði til lífsandans, mæl þú í guðmóði, manns-son, og seg við lífsandann: Svo segir Herran Drottinn: Kom þú, lífsandi, úr áttunum f jórum og anda á þennan val, að þeir megi lifna við. Eg talaði nú í guðmóöi, eins og hann hafi skipað mér; kom þá lífsandi í þá, svo að þeir lifnuðu við og risu á fætur; var það afarmikill fjöldi. Og hann sagði við mig: Manns- son, þessi bein eru allir ísraelsmenn: Sjá þeir segja: Bein vor eru skinin, von vor þrotin, úti er um oss ! Mæl því í guðmóði og seg við þá: Svo segir Herrann Drott- inn: Sjá, eg vil opna grafir yðar, og láta yöur rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín, og flytja yður inn i Israels land, til þess að þér viðurkennið, að eg er Drottinn, þegar eg opna grafir yðar og læt yður rísa upp úr gröfum yðar, þjóð mín.” Esek. 37 ■9^3- Þessi fagra fyrirsögn og lýsing uppris- unnar hefir veitt ferðalúnum pílagrím- um svo miljónum skiftir uppörvun, von og þrek á dauðastundinni, til aö vitna um kraft hans, sem er upprisan og lífið. Orðið “sál” er í Ritningunni notað til að tákna allan manninn (1. Mós. 2 :j; 46: 27J, en aldrei neina sérstaka veru í mann- inum, sem skyldi yfirgefa hann í dauðan- um. Sú kenning er upphaflega komin úr heiðnum trúarbrögðum inn í kaþólskuna og þaðan inn í hinar fráhverfu mótmæl- enda kirkjur, en hún á alls enga heimild í Guðs orði. Ef orðið sál skyldi hafa verið notað í þessum texta, sem um er að ræða, miindi Guðs orð hafa komið í bága við sjálft sig, en það gjörir það aldrei, nema þegar menn bæta við eða draga úr því. Svo syrjandinn er vinsamlegast beðinn um að gá að orðunum í textanum, til þess að hann í huga sínum bæti ekki neinu inn þar, sem hið innblásna orð ekki kannast við. 2. Er hér átt við hvíta kynflokkinn? Matt. 24:34- Versið hljóöar þannig: ‘“Sannlega segi eg yður: þessi knyslóð mun alls ekki liða undir lok, unz alt kemur fram.” “Kynflokkur” og “kynslóð” er tvent ó- líkt. Ritstjóri Stjörnunnar hefir rekið sig á það hvað eftir annað, að menn villast aldrei á merkingu þess konar orða, þegar þau koma fyrir í einhverri skáldsögu, dag- blaði eða tímariti, en undir eins og þau koma fyrir í Ritningunni þurfa menn að ('Framh. á bls. 15S.J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.