Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 6
STJARNAN 150 kunngjörSi eg þeim, að eg hefði eina krukku af brennivíni og aÖra af genever einungis til notkunar í sjúkdómstilfellum sem meööl. Eg sagÖi þeim, að taka aldrei með sér brennivín frá landi út á skipið. Þegar eg hafði lokið máli mínu, kraup eg á kné og bað Guð um að varðveita okkur á þessari ferð, líta í náð sinni til okkar og leiða okkur farsællega í höfn. Næsta morgun voru allir, að undan- teknum manninum við stýrið, kallaðir inn í káetuna, til að vera við morgunlestur og bæn. Eg sagði þeim, að þetta myndi vera siðvenja okkar á hverjum morgni og hverju kveldi, og að eg gjarnan vildi, að allir kæmu, til þess að við gætum beðið með og fyrir þeim. Eftir fjörutíu og sjö daga siglingu komum við heilir á húfi til Paraiba í Suður-Ameríku. Þaðan sigldum við til Bahía, þar sem við lentum 5. október. Af þvi að við gátum ekki selt farminn þar, drógum við upp seglin og héldum til St. Catherina, þar sem við seldum farminn og tókum inn annan farm, sem við sigld- um með til Rio de Janeiro. Fáum dögum eftir að við höfðum látið í haf frá St. Catherina, komum við snemma morguns auga á ókunnugt skip langt úti við sjón- deildarhringinn og virtist það elta okkur upp. Það fór að skjóta á okkur, en við létum eins og við skildum þaS ekki. Við gátum nú greinilega séð hæðirnar hjá innsiglingunni að Rio de Janeiro í átta- tíu milna fjarlægð. Skipið var hrað- skreytt og fór nú að draga okkur uppi. í kíki gátum við vel séð aS þeir voru einnig að róa með löngum árum, til þess að auka hraðann. Á sama tíma hleyptu þeir af skoti við og við. Við drógum ameríska fánann undir hún, þegar við uppgötvuSum að Buenos Ayres flaggið blakti frá toppnum á framsiglunni. Meðal átta farþeganna, sem við höfðum með- ferðis, voru sex Barzilíu kaupmenn, sém ætluðu til Rio de Janeiro. Þeir urðu mjög óttaslegnir, þegar þeir uppgötvuðu, að þessir óvinir voru að elta okkur. Eg sagði við þá: “Ef þið haldið það bezt, mun eg láta draga upp öll seglin, og ef hann skyldi fara að hvessa'dálítið, mun- um við fljótt skilja það skip eftir í kjöl- farinu. En ef ekki, þá mun það ná okk- ur, og þá getur skeð að þeir fari illa með ykkur. Sjálfur óttast eg þá ekki, þvi að eg er undir vernd ameríska fánans. Ef við nú höldum skipinu upp í vindinn, rnunu þeir hætta að skjóta á okkur og ekki misþyrma okkur. Eg ætla að láta ykkur ráða úr þessu tvennu og mun eg gjöra það, sem þið kjósið.” Þeir héldu að það væri betra að halda skipinu upp í vindinn og bíða komu ókunnuga skipsins. Þetta gjörðum við og biðurn eftir óvin- unum. Eftir klukkutíma var það komið upp að okkur og var kallað: “Setjið bát á flot og komið yfir hingað undir eins !” “Gott, það munum við gjöra.” Einu sinni enn var kallað: “Verið fljótir og takið öll skjöl með!” “Já.” Eg skildi annan stýri- manninn eftir í bátnum hjá hásetunum. Þegar eg kom upp á þilfarið, mættu mér tveir menn, sem ekki voru ólíkir ræningj- um og héldu á skammbyssum í höndum sér. Skipstjórinn stóð í káetudyrunum. “Hvers vegna hélduð þér skipinu ekki upp í vindinn, þegar eg skaut á yður? Nú hefði eg bara átt að setja kúlu gegn um skrokkinn á yður.” Eftir þessi orð kom flóðalda af bölvi og ragni. Eg svaraði r “Eg er nú í höndum yðar og gjörið þér eins og yður þóknast.” Þvi næst bætti eg þessu inn: “Eg hélt skipinu upp í vind- inn undir eins og eg komst að raun um hver þér munduð vera,” og um leið og eg benti honum á fána minn sagði eg: “Þetta er ameríski fáninn og eg vona að þér ber- ið virðingu fyrir honum.” Þegar hann heyrði það, lauk hann einu sinni enn upp flóðgáttum bölvs og ragns ásamt hótunum um að láta skip mitt hvíla á mararbotni. Þar næst hrópaði hann: ‘“Farið upp í lyftinguna!” Þar tók hann skjölin mín. Eg sá nú að allir skipverjar, sem höfðu verið með mér í bátnum, voru nú hjá mér

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.