Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 8
152 STJARNAN Andstœð öfl Þegar Jesús sjálfur starfaÖi hér á meðal manna, beitti myrkravaldiÖ öllum kröft- um sínum til aö vinna á móti honum. Öld^ um saman hafÖi Satan og englar hans reynt aÖ undiroka og leiSa yfir þá synd og þjáningar. Svo sakaÖi hann Guð um alla eymd og óhamingju þeirra. Jesús opinberaði mönnum hugarfar Guðs. Hann yfirbugaði vald óvinarins og veitti hinum fjötruðu frelsi sitt. Elska, líf og kraftur frá himni hreyfðu hjörtu manna, en myrkrahöfðinginn reis upp til aS berj- ast fyrir yfirráðum ríkis síns. Satan stríddi af alefli á móti starfi Krists. Eins mun það verða í síðasta striðinu milli hins góða og illa. Eíf, ljós og kraft- ur frá hæðum munu yfirskyggja læri- sveina Krists og vald myrkranna mun rísa upp með endurnýjuðum ,krafti. ,Nú starfar myrkrahöfðinginn i dularbúningi og viðhefur alla þá kænsku, sem hann hefir numið i stríði umliðinna alda. Hann birtist sem engill Ijóssins og fjöldi manna festir trú á lærdóma villuanda og djöfla. i. Tím. 4:1. Leiðtogar og lærifeður fsraelsmanna voru ekki færir um að verjast árásum Satans á dögum Krists. Þeir vanræktu hið eina meðal, sem gæti orðið þeim aö liði í stríði móti valdi myrkranna. Jesús sigraðist á hinum vonda með Guðs orði. Leiðtogar f sraels þóttust hafa þekkingu á Guðs orði, en þeir höfðu rannsakað það aðeins til að reyna að réttlæta sínar eigin skoðanir og mannasetningar. Með skýr- in^pm 'sinum breyjttu þeir meiningu orðsins gagnstætt því sem Guð hafði til- ætlast. Skýringar þeirra gjörðu óljóst það, sem Guð í orði sínu hafði sagt mönn- um skýrum og ótvíræðum orðum. Þeir þrættust á um lítilvæg atriði, en afneituðu mikilsvarðandi sannleika. Þannig dreifS- ust frækorn vantrúarinnar. Guðs orð var rænt krafti sínum og illir andar störfuðu hindrunarlaust. Sagan er tvítekin. Margir guðfræð- ingar og kennimenn nútímans viðurkenna gildi Ritningarinnar og kenninga hennar, en samtímis eyðileggja þeir trúna á Guðs or'ö. Þeir ertp í óða önn að sundurliða og skýra orðið. Þeir halda fram sínum eigin skoðunum gagnstætt skýrum framsetn- ingi Biblíunnar. Ritningin missir hinn endurnýjandi kraft sinn í höndum þerra. Þetta er ástæðan fyrir því að vantrúin gengur fjöllum hærra og guðleysi er orð- ið svo alment. Á sama tíma, sem boðskapur fagnaðar- erindisins verður kunngjörður eru önnur öfl að starfa, sem einungs eru verkfæri lyga-anda. Forvitni leiðir marga til að skygnast inn í þessi öfl. Þegar menn sannfærast um að hér er um yfirnáttúr- legan kraft að ræða, þá leiðast þeir fjær og f jær sannleika Guðs orðs, þar til þeim verður algjörlega stjórnað af afli, sem er þeirra eiginn viljakrafti yfirsterkari. Maðurnn er þá varnarlaus. Syndin hef- ir yfirhönd. Þegar Guðs orði og leiðsögn anda hans er burt snarað, þá eru engin takmörk fyrir því hve djúpt maður getur sokkið í djúp spillingarinnar. Heimulegar syndir eða öflugar ástríður svifta hann ('Framh. á bls. 154J

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.