Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 9

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 9
STJARNAN 153 Beiningamaðurinn Beiningamaður gekk í hægíium sínum áfram götuna og kveinaÖi undan fátækt sinni. Hann skildi ekki hvers vegna svo margir aðrir væru ánægÖir meS hlutskifti sitt. “Hugsa sér bara,” sagÖi hann, “þarna býr maður, sem á margar þúsundir, en samt sem áÖur vinnur hann eins og þræll til þess aS geta safnaÖ sér meiru. I gær heyrði eg talað um mann, sem misti allar eigur sínar, vegna þess aÖ hann reyndi aÖ veröa auðugri en nágrannar hans. Því- líkur heimskingi! Eg væri ánægÖur ef eg hefði aðeins litla upphæÖ af peningum. Hann hafÖi aðeins gengiÖ nokkur fet er hann alt í einu mætti Lukku-gyðjunni. “Mig hefir lengi langað til að hjálpa þér,” mælti hún. “Haltu nú hattinum þínum svo eg geti fylt hann meÖ gulli; en taktu nú eftir því, aS ef nokkur gullpen- ingur fellur til jarðar út úr hattinum, þá verður alt gulliÖ aÖ mold.” BeiningamaÖurinn var frá sér numinn af gleði. Hann tók undir eins ofan og gyðjan fór að hella gulli í hattinn, sem var orÖinn gamall og slitinn. Hatturinn fyltist fljótt. “Er þetta nóg?” spurÖi gyÖjan. “Ekki alveg,” svaraSi beiningamaður- inn. “Hatturinn rifnar bráÖum.” “Hirtu ekki um þaÖ, eg skal ábyrgjast hattinn.” “HugsaÖu þig um snöggvast, hefir þú ekki nóg ennþá?” “Ó, aÖeins pínulítiÖ meira.” “Nú er hann alveg fullur, gáÖu nú vel að hvaÖ þú gjörir.” MÆr, gefðu mér aðeins dinn ptíning enn ?” Hatturinn þoldi nú ekki þyngslin. Hann rifnaði. GulliS féll alt til jarðar og varÖ að mold. Gyðjan fór leiðar sinnar og beiningamaðurinn var jafnfátækur og hann hafði áður verið. “þetta var illgirnislegt,” sagði hann. “Hún hefði aS minsta kosti getað skilið mér eftir nóg til að kaupa mér nýjan hatt.” Síðan fór hann leiðar sinnar og hélt áfram til æfiloka að barma sér yfir fá- tækt sinni. Lífsreynsla og æfiskeið Jóseps Bates ("NiSurl. frá bls. 151 eg, “en eg mundi vera yður mjög svo þakklátur, ef þér leyfðuð mér að taka þá með mér. Hann lét mig því næst skilja, að hann mundi sjálfur líta eftir sínu eigin verki. Aumingja mennirnir skildu ekki eitt orð í ensku. Eg benti honum á, að hann, sem Englendingur ætti aS sýna mannúð gagn- vart þessum föngum, sem höfðu veriS teknir án þess að þeir hefðu lyft vopnum á móti honum, og sagði: “Þessir menn hafa hegðað sér mjög vel á skipinu. Þeir hafa borgað far sitt og mig langar að flytja þá þangað, sem þeir ætla sér að fara. Þeir sinna sinni eigin verzlun og hafa yður engan skaSa gjört; hér mundu þeir bara verða fyrir yður. Herra kaf- teinn, viljið þér ekki vera svo vingjarn- legur að láta mig taka þá með mér.” “Takið þá,” svaraði hann mjög svo ön- ugur. ‘Eg þakka yður kærlega fyrir,” sagði eg. Bvernig þessir menn flýttu sér ofan í bátinn, þegar viS gáfum þeim bend- ingu, var nógu gild sönnun fyrir því, að þeir höfðu skilið hvað við höfðum verið að ræða. Skipstjóri ræningjaskipsins reyndi nú að koma meS einhverja afsök- un fyrir hegðun sína. Einu sinni enn vorum við á okkar eigin skipi laust fyrir sólarlag. Framh.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.