Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.10.1930, Blaðsíða 11
3TJARNAN 155 Vitnisburður höfðingjans 1 skýrslu frá Rusanga-kristniboÖsstöS- inni í SuÖur-Afríku ritar G. S. Joseph, kristniboÖi: “ViÖ og við erum vér spuröir: Skilja hinir innbornu í raun og veru hvað kristni- boðið þýðir og meta þeir fagnaðarerind- ið? Sem svar upp á þessa spurningu ætla eg að benda á hvernig Hamaundu höfð- ingi, sem kom hingað á kristniboðsstööina fyrir nokkrum dögum, talaði um það: “Þangað til fyrir nokkrum árum lifði þjóð mín i miklu myrkri. Við trúðum á margt og gjörðum margt, sem var ilt og grimdarfult. Við tilbáöum andana, tré, steina og horn. En síðustu árin höfum við haft skóla og kennara í þorpi okkar )g margir af piltum okkar og stúlkum hafa lært að lesa og skrifa. Við erum mjög svo lukkulegir yfir því að við nú tilbiðj- um hinn sanna Guð. Við höfum lært að Skapari vor elskar okkur og aö hann heyr- ir og svarar bænum okkar. Hann gefur okkur góða uppskeru og hjálpar okkur í alls konar neyð. í staðinn fyrir hinn hræðilega ótta fyrir öndunum, höfum við nú mikinn frið. Börnum okkar liður nú vel og læra þau mikið gott. ' Heimili okk- ar eru þrifaleg. Við lærum hvað við eig- um aö gjöra í sjúkdómstilfellum. Áður fyr brugguðum við bjór fyrir illu and- ana, en nú erum við hættir að fylgja þess konar ljótum siðum. Nú styðjum við kristniboðið með því að senda fagnaðar- erindið öðrum, sem enn ekki hafa heyrt um veg friðarins. Við vitum að ekkert afl megnar að skilja okkur frá elsku Guðs.” Þaö eru mörg hundruð menn, er, eins og þessi höfðingi, hafa fundið Jesúm sem verulegan Frelsara. Einungis á þessu svæði, um fimtíu milur i allar áttir eru fleiri en 2,600 innbornir trúaðir menn. Undraverð breyting hefir átt sér stað í lífi þessara manna. Og vinum vorum, sem gjarnan vilja kynnast þessu málefni eins og það í raun og veru er, getum vér sagt, að þessir menn bæði skilja og meta mikils fagnaðarerindið. Já, í sann- leika er fagnaöarerindið kraftur Guðs til sáluhjálpar sérhverjum, sem trúir. SPURNINGA-KASSINN (ÖNiðurl. frá bls. X46J breyta meiningu þeirra, eins og Guð meini .pkki það, sem hann segir, og segi ekki þaö, sem hann meinar. “Kynslóð” er á venju- legu máli sagnfræðinga, spámanna og postula “einn mannsaldur alls mannkyns- ins,” meðan orðið “kynflokkur” er notað um menn af einni eða fleiri þjóðum, sem upphaflega eru af sama bergi brotnir.— Kynslóöin, sem Jesús í þessu versi bendir á er sú, sem hefir séð öll táknin, er hann gaf lærisveinum sínum sem merki upp á nálægð tilkomu sinnar. Þessi tákn eru öll komin fram og það næsta á hinni miklu himnesku efnisskrá er koma Krists í skýj- um himinsins. Alt mannkynið er talið með í þessari kynslóð. 3. Var Kristur gœddur fjœrsýni? Jóli. 1:49. Versið hljóðar þannig: “Natanael seg- ir við hann: Hivaðan þekkir þú mig? Jesús svaraði og sagði við hann: Áður en Filippus kallaði á þig, sá eg þig, þar sem þú varst undir fíkjutrénu.” Fyrsta versið í þessum sama kapítula fræðir oss um að Jesús er Guð. Á öðr- um staö í Ritningunni lesum vér: “Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann.” 2. Kron 16:9. Þess vegna sá Jesús Filip- pus undir fíkjutrénu, þar sem hann var að biðjast fyrir, því að hann var heils hug- ar við Guð,sinn. En Jesús er ekki ein- ungis gæddur fjærsýni, heldur er hann einnig gæddur f jærheyrn. Hann sér ekki einungis börn sín, þar sem þau eru stödd á jarðríki, heldur heyrir hann bænir allra þeirra, sem leita hans af öllu hjarta, og enn hefir enginn þeirra, er hlýða honum

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.