Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 1
STJARNAN “Eg er í skuld bæði við Grikki og útlendinga, vitra og fávísa.” Róm. i :i4. Páll postuli, sem ritar þessi orð, var ekki maður, sem var í sökkvandi skuldum i þeim borgum, þar sem hann starfaði. Nei, hann vann dag og nótt sem tjaldgjörðarmaður, til þess að þurfa ekki að þiggja hjálp af neinu tægi neinsstaðar. Hvers konar skuld var hann þá í? Honum var mikið gefið. Varla hefir nokkur annar maður á dögum Nýja Testa- mentisns öölast aðra eins þekkingu á Guðs orði, skilning á því og þar að auki kraft Heilags Anda í ríkum tnæli, og Páll öðlaðist. Kristur hafði kjörið hann og veitt honum alt þetta gefins, til þess að hann skyldi veita öðrum af gnægð sinni, að einnig þeir mættu koma auga á hann, sem er ljós heimsins. Það var heilög skylda Páls að kunngjöra fagnaðarerindið. Hann segir: “Vei mér, ef eg boðaði ekki fagnaðarerindið.” Þannig var það að Páll var í skuld við alla, sem hann komst i sam- band við. Með því að veita öörum það, sem Guð hafði veitt honum, losaði hann sig við alla skuldina. Kæri lesari, hvernig er ástatt fyrir þér? Hefir þú losað þig við skuld þína, með því að veita öðrum það, sem Guð i náð sinni og miskunn hefir veitt þér? D. G. Nóvember, 1930. WINNIPEG, MAN. Verð: 15C

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.