Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 6
i66 STJARNAiN Orsök og afleiðing Sumum hættir viÖ að missa kjarkinn, þegar þeir heyra aðra kvarta undan dýr- tiðinni, jafnvel þótt ímyndunaraflið máli ástandið svartará en það er. Ef til vill gætu þessir menn fært sér i nyt eftirfar- andi sögu. Franskur listamálari var vanur að borða miðdegisverð í litlu matsöluhúsi skamt frá verkstofu sinni. Hann fékk sér ávalt flösku af góðu víni með máltíðinni. Kveld nokkurt meðan hann beið eftir matnum, las hann í blaði einu, sem lá á borðinu, grein um það, að útlitið á meginlandi Norðurálfunnar væri alt annað en glæsi- legt hvað fjárhag snerti. Þegar veitingar- pjónninn kom, bað hann um miðdagsmat- inn, en pantaði ekki vínflöskuna eins og hann hafði verið vanur. Þjónninn leiddi athygli hans að þessu, en listamálarinn sagði, að hann kæmist af án vínsins, þvi að fjárhagur manna væri svo erfiður nú á tímum. V'eitingamaðurinn kom síðan inn í borð- stofuna frernur áhyggjufullur á svip. Listamálarinn kvaðst verða aS neita sér um vínið af því að hart væri í ári, síðan lauk hann við máltíðina og fór út. Dag- inn eftir fór veitingamaðurinn til skradd- arans.og sagði: “Það er svo hart í ári, aS eg get ómögulega tekið fatnaðinn sem eg hefi pantað hjá þér.” Daginn eftir fór skraddarinn til bif- reiðasalans og kvaðst ekki geta tekið bíl- inn, sem hann hefði pantað og gaf ástæð- una fyrir því að það væri svo hart í ári. Sama kveldið mætti bifreiðasalinn lista- málaranum i samkvæmi og sagði: “Það gengur svo illa með verzlunina, að eg verð að hætta við að fá málaða myndina af konunni minni, sem eg hafði beðið um.” Listamálarinn fór heim á verkstofu sína hryggur í huga og þar sat hann um stund og velti fyrir sér hversu óheppinn hann nú var, og varð honum þá litið á blaðið í hverju hann hafði lesið um dýr- tíðina. Nú sá hann sér til mestu undrun- ar að þetta var þriggja ára gamalt blað. Kveldið eftir pantaði hann vín með matn- um eins og hann hafði áður gjört. Næsta dag pantaði veitingamaðurinn klæðnað- inn, sem hann hafði afþakkað. Skradd- arinn keypti bifreiðina og bifreiðasalinn fékk rnynd konu sinnar hjá listamálaran- um. Frá ræðustóli náttúrunnar Þetta er fyrirsögn nýrrar bókar, sem oss hefir verið send frá tslandi. Hún er eftir hinn heimsfræga rithöfund Mrs. E. G. White. Hún hefir verið þýdd og prentuð í Reykjavík. Bók þessi er hundr- að áttatíu og þrjár blaðsíður, prentuð á bezta pappír með mörgum fögrum lit- myndum, sem taka heila blaðsíðu, og öðr- urn myndum. Innihald hennar er hin bezta skýring, sem Stjarnan nokkurn tíma hefir séð á hinni miklu fjallræðu Krists, sem geymir svo að segja alla lífsspeki. Hun er þess vegna bók, sem maður get- ur lesið oftar en einu sinni og haft gagn af. Letrið á henni er fremur stórt og mjög svo skýrt. Hún er vel fallin til jólagjafar. Sendið eftir henni sem fyrst, því að upplagið hjá oss er takmarkað. Borgun verður að fylgja pöntun. I fögru léreftsbandi kostar hún tvo dollara. Skrifið undirrituðum: Davíð Guðbrandsson, 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man., Canada.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.