Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 11

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 11
STJARNAN inni: GjöriS beinan veg Drottins, eins og jesaja spámaður hefir sagt.” Jesajas hafði enn fremur sagt um þann, sem Jó- hannes skírari vitna'Öi um: Á þeim degi skulu hinir daufu heyra ritu'Ö orÖ, og augu hinna blindu skulu sjá út úr dimmunni og myrkrinu . . . og hinir fátækustu meöal manna munu fagna yfir hinum Heilaga í ísrael.” Jes. 29:18, 19. Hann var sendur “til að opna hin blindu augun, til að leiða úr varðhaldinu þá, er bundnir eru, og úr dýflissunni þá, er í myrkri sitja.” Jes. 42 :y. Nú rættust öll þessi lof- orð og fyrirsagnir fyrir augum sendiboða hans. Þegar þeir sögðu honum frá öllu, er þeir höfðu heyrt og séð, þá styrktist trú hans og hann fullvissaðist um að lífs- starf hans hefði ekki verið til ónýtis, er hann hafði leitt athygli að Jesú frá Naza- ret, sem nú var kominn og framdi verk sitt fyrir augum manna, til þess að frelsa þá frá syndum þeirra. Það voru verk Jesú, sem sannfærði Jóhannes um, að hann væri Messías, sá sem koma skyldi. Sonurinn, sem gjörði vilja Föður síns. Orð, sem ekki koma fram í verki, eru einskis metin af Guði. Dæmisagan, sem Jesús framsetur um tvo bræðurna, sýnir þetta ljóslega. Faðir þeirra bað þá báða, að fara að vinna í víngarði hans. Annar þeirra sagðist ekki vilja gjöra það, en hann hugsaði sig um á eftir og fór og gjörði eins og fyrir hann var lagt. Hinn sagðist fús til að fara, en fór hvergi. “Hvor þessara tveggja gjörði vilja Föö- ur síns?” spurði Jesús. Svarið er auðvelt. Þegar Jesús lýkur fjallræðunni, þar sem reglumar fyrir kristilegu lífi eru svo skýrt framsettar, staðhæfir hann : 171 “Eg skal sýna yður, hverjum sá er lík- ur, sem kernur til mín og heyrir orð mín og breytir eftir þeim; hann er líkur manni, er bygði hús, gróf og fór djúpt og iagði undirstööuna á bjargi; og er vatns- flóð kom, skall beljandi lækurinn á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel bygt. En sá er heyrir og gjörir ekki, hann er líkur manni, er bygði hús á jörðinni án undirstöðu; beljandi lækurinn skall á því, og hrundi það þegar, og hrun þess húss var mikið.” Lúk.' 6: 48,49- ' Báöir þessir 'byggingamenn heyrðu orð Krists. Annar þeirra hlýddi orðinu og lagði þannig svq traustan grundvöll undir hús sitt, aö hinir þyngstu og áköfustu stormar mótlætisins megnuðu ekki að hreyfa það. Hinn heyrði orðið, en breytti ekki eftir þvi. Þegar stormurinn skall á reyndist grundvöllurinn ónýtur. Húsið féll og hrun þess var mikið. Þaö er mjög svo áríðandi að heyra Guðs orð, en inngangur vor til eilífa lífs- ins er undir þvi kominn, að vér hlýðum orðinu. Jesús gekk í kring og gjörði gott. Af því að hann breytti eins og enginn annar maður hafði breytt, þá gat hann líka talað eins og enginn annar mað- ur hafði talaö. Kraftur fylgdi orðum hans. Eins og Faðirinn sendi hann í heiminn, svo hefir hann einnig sent oss til heimsins. Bera orð vor vitni um að vér vegsömum Guð eins og hann gjörði? Ber breytni vor vott um að Jesús hefir bústað í oss og vér höfum lært af honum að breyta eins og hann breytti?

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.