Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.11.1930, Blaðsíða 13
* STJARNAN 173 Arnaðarmaður minn Eg veit aS eg hefi syndgað, en eg veit líka að eg hefi árnaðarmann hjá Föðurn- um, Jesúm Krist, hinn réttláta. 1. Jóh. 2:1. Jesús lifði fyrir mig, hann dó fyrir mig, hann reis upp frá dauðum fyrir mig, og sté upp til himna, til þess að vera árnaðarmaður eða málafærslumaður minn þar hjá Föðurnum. Jesús fyrirverður sig ekki fyrir að kalla mig bróður sinn, þess vegna hefi eg full- an rétt til að skoða hann sem bróður minn. Það fyllir hjarta mitt von og gleði að minnast þess að eg á bróður á himnum, sem er fús til að gjöra miklu meira fyrir mig heldur en eg er fær að hugsa eöa biðja um. “Því var það, að hann í öllum greinum átti að vera likur hræðrunum’’— þess vegna líkur mér—“til þess að hann yrði miskunnsamur og trúr æðstiprestur í þjónustu fyrir Guði, til þess að friö- þægja fyrir syndir lýðsins.’ Sem Manns- Sonurinn og bróðir minn gekk Jesús “inn í sjálfan himininn, til þess að birtast fyr- ir augliti Guðs oss til heilla.” Heb. 2:17; 9:24. Það veitir mér huggun í öllum erfið- leikum að líta til Jesú, höfundar og full- komnara trúarinnar, sem hefir sezt til hægri handar hástóli Guðs. Sjá Heb. 12 :2. Hann er hafinn ofar hverri tign og valdi, ríki og herradómi, og hverju því nafni sem nefnt er, ekki einungis í þessari veröld heldur og í hinni komandi. Samt gleymir hann mér ekki né þörfum mínum. Hann veit, að eg af sjálfum mér hefi ekkert réttlæti, sem geti veitt mér inngöngu í himininn, þess vegna er þaö, að hann sem málafærslumaður minn, ber fram sitt eigið réttlæti og tileinkar mér það. Þann- ig verð eg réttlættur fyrir Guði. Hann þekkir mig og minnist þess að eg er duft. Hann gefur mér anda sinn, náð og kraft og fullnægir þannig öllum þörf- um mínurn. Hann hvetur mig til að koma með djörfung fram fyrir náðarstólinn, og þegar eg kem þá er hann ætíð reiðubúinn til að svara bænum mínum, fj'rirgefa mér syndirnar og veita mér náð til hjálpar á hagkvæmum tíma. Það er kærleiki og miskunn Föðurins og fúsleiki hans til að fyrirgefa, sem lýsir sér i árnaðarmannin- um Jesú Kristi. Eg kem til Guðs fyrir hann. Eg veit að eg verð að lúka honum reikningsskap, honum, sem ekki fer i manngreínarálit, heldur dæmir sérhvern eftir verkum hans. Eg veit einnig að “stund hans dóms er komin,” þess vegna má eg ekki draga sjálfan mig á tálar, heldur reiða mig öldungis upp á þá von, sem oss er gefin eins og “akkeri sálarinn- ar, traust og örugt. Og það nær alia leið inn fyrir fortjaldið, þangað sem Jesús gekk inn, hann sem er fyrirrennarinn, oss til heilla.” Heb. 6:18-20. Hann er árn- aðarmaður minn, sem talar máli minu. Eg hefi falið honum sál mína til varðveizlu; eg reiði mig óhult á starf hans fyrir mig. Það er mér hin mesta gleði að vitna fyrir öðrum um Jesúm, hinn volduga verjanda og málafærslumann. Ó, að hann einnig mætti verða árnaðarmaður þinn! W. W. P. SPURNINGA-KASSINN (Framh. frá bls. 162,) hans, og þeir munu ganga út, þeir sem sem gott hafa gjört til upprisu lifsins, en þeir, sem ilt hafa aðhafst til upprisu dómsins.” Jóh. 5 :28,29. Hann mun koma “með básúnu Guðs.” Þegar það básúnuhljóð eða sá lúðurþyt- ur heyrist, munu allir hinir trúuðu, sem eru á lífi við endurkomu Krists, umbreyt- ast, því að vér lesum: “Vér munum ekki allir sofna, en allir munum vér umbreyt- ast i einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður.” 1. Kor. 15:51,52.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.