Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 3
STJARNAN i79 Hvíta liljan Þótt húsið væri litiÖ og fátæklegt, gekk enginn fram hjá því, án þess að líta inn um gluggan. í herbergi fátæku ekkj- unnar stóð hvít lilja. Allir, sem sáu hana, sögðu eins og ósjálfrátt: “Ó, hvaÖ hún er fögur!” Dóttir ekkjunnar hafÖi íetigið vinnu við verzlun eina inni í borginni. “Eg kem * bráðum aftur til að sækja þig,” sagöi hún við móður sína um leið og hún kvaddi hana. “Eg mun bráðum geta fc sparað svo mikið, að þú getir komið cg verið hjá mér. Þá getum viS verið sam- an og okkur liðið vel.” “Mér gæti aldrei liðið vel í stórborg, Ellen,” svaraði móðir hennar. “Eg er þar öllum ókunnug, en skrifa þú mér eins fljótt og þú mögulega getur og láttu mig vita hvernig þér líður.” “Það skal eg vissulega gjöra, mamma, en jnt verður lika að skrifa mér og segja mér frá öllu hér heima-” Móöirin lofaði að gjöra það. “Hérna er hvíta liljan min. Þú rnátt eiga hana. Þú lítur svo vel eftir henni fyrir mig.” “Vissulega, barnið mitt, þú getur reitt þig á það.” Unga stúlkan fór með eimlestinni, en hvíta liljan hennar stóð eftir í glugganurn. ^ Móðirin annaðist um fallega hvíta blóm- ið eins og hún mundi hafa annast um dóttur sína. Ellen skrifaði heirn. Bréf > hennar voru eins og geislar, sem sólin stafaði inn í fátæka kofann og móSirin geymdi þau eins og dýrmætan fjársjóð. Tíminn leið. Bréfin fóru að koma sjaldnar, stundum liðu mánuðir á milli þeirra. Að lokurn hættu þau alveg að koma. Bréf móðurinnar voru endursend með þessum skýringarorðuin : “Flutt. Vit- um ekkert um utanskriftina.” Liljan'blómgaSist í allri sinni fegurð. Móðirin leit eftir henni á hverjum degi- Hún hugsaði ávalt um Ellen sína og von- aði eftir að hún kæmi heirn aftur. Hún var ekki lengur fær um að vinna. Spari- peningar hennar eyddust fljótt. Hún sekli smám saman alt, sem til var í kof- anum. í hvert skifti, sem einhver kom við hurðina, hélt hún að Ellen væri að korna inn, en hún kom ekki. Möglunar- laust bar hún sorg sína og möglunarlaust flutti hún inn á fátækrahælið. Hún tók liljuna með sér. “Hefir þú heyrt, frú Jensen,” spurði gömul kona, sem var í sama herbergi og móðir Ellenar, “að kristniboði á að koma og flytja ræðu hér á fátækrahælinu ? Eg skil ekki hvað það á að þýða? Við höf- um ekkert til að gefa.” “Þaö er rétt,” svaraði frú Jensen ró- lega. “Ef við getum ekki gefið, þá get- um við þó þegið—viS getum veitt viðtöku kærleika Krists til syndara í ríkara mæli, —veitt Jesú viðtöku.” Frú Jensen hlakkaði til samkomunnar alla vikuna. Það voru svo sjaldan sam- komur á fátækra hælinu. Hvíldardagurinn rann upp er samkorn- an skyldi haldast. RæSumaðurinn sagði að Frelsarinn væri þar og byði öllum til sín, sem ekki höfðu gengið honum á

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.