Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 4
- i8o STJARNAN hönd, og að hinn sami Frelsari væri starf- andi úti í heiðingjalöndunum, til að leita að hinum týndu. Móðir Bllenar gat varla tára bundist. Hún hafði veitt Jesú viðtöku sem per- sónulegum Frelsara sínum og hún vissi aö hann var að leita að dóttur hennar. Hjarta hennar komst mjög við er hún heyrði um Jesúm., sem leitar að hinum týnda sauð J>angað til að hann finnur hanii' Nóttina eftir átti hún í stríði við sjálfa sig.. Þegar kristiboðinn kom þangað dag- inn eftir, bað hún hann koma og tala við sig, “Óy hve unaðsfagra lilju þú hefir hér,” sagði kristniboðinn um leið og hann settist við gluggann, þar sem liljan stóð í allri sinni fegurð. “pað er einmitt hún, sem eg ætla að tala við þig um,” sagði frú Jensen. “Eg fyrjrvarð mig mjög í gær, þegar þú talaðir um heiðingjana. Eg hefi aldrei gjört neitt fyrir þá, en nú hefi eg ekkert til að gefa nema þetta blóm. Heldur þú að Jesús geti notað það ?” “‘Kæra frú Jensen, er það ekki of mikil sjáljsafneitun fyrir þig?” “Því fer svo fjarri. Eg hélt fyrst að eg gseti ekki af henni séð. En nú langar mig að gefa Jesú það bezta, sem eg á til. JJann gaf líf sitt fyrir íuig.” Kristniboðinn stóð upp og sagði: “í nafpi Fr.elsara míns tek eg á móti gjöf þinni, . Eg fullvissa þig um, að þig mun aldrei iðra þess að þú færðir Jesú slíka ‘ fórn.” Eiljunnar var saknað i herberginu, en frú Jensen var glöð yfir því að hafa gef- ið.hana Frelsara sinum, sem þakkarfórn. Nokkru semna kom kristniboöinn aftur og sagði henni, að ríkur maður, sem heyrt hafði söguna um liljuna, hefði orðið svo hrifinn. af henni, að hann gaf hundrað krónur í kristniboðssjóðinn. Ef þú heföir sjálf fengið þessar hundr- að, krónur, þá væri ekki nema eðlilegt að þú yrðir glöð,” sögðu gömlu konurnar, “en nú hefir þú ekkert gagn af þeim.” “Eg skil ekkert í þvi,” sagði ein þeirra, “að þú skyldir gefa í burtu liljuna. Þú gast átt hana meðan þú lifðir- Það var nógur tími að gefa kristniboðanum hana eftir það.” “Ekki nógur tími fyrir mig. Eg verð að gefa Frelsara mínum eitthvað meðan eg enn er á lifi, því að hann dó fyrir mig;” Kraftarnir fóru að réna. Móðir Ellen- ar beið og vonaði. Þreytt og þolinmóð lá hún þarna og horföi stöðugt fram að dyrunum, en allir, sem inn komu, voru henni ókunnugir. Sólin var lágt á lofti, geislar hennar uppljómuðu herbergið. Kyrð var yfir öllu. Hurðinni var hrundið upp. Kona kom inn í flýti, leit í kring um sig svc sem augnablik og fleygði sér síðan á kné fyrir framan rúm þaö, sem frú Jensen lá í. “Mamma! mamma mín ! þekkir þú mig ekki ? Það er litla Ellen þín. Ó, mamma * mín, talaðu við mig og segðu mér að eg hafi ekki komið of seint.” Móðirin leit upp, hóf hendurnar tii « himins og sagði: “Guði sé lof, Ellen. hjartans elsku barnið mitt, þú ert þá komin til mín aftur.” “ÞaS var liljan þín, sem var verkfærið í hendi Guðs til að snúa mér aftur til hans og þín.” Síðan sagði hún: “Það rigndi mjög eitt kveldið þegar eg var á gangi og eg fór að leita mér skjóls í dyrunum á stóru húsi. Maður nokkur, sem þar stóð, bauð mér inn. Þeir héldu kristniboðssam- komu. Eg hafði enga ánægju af slíku og ætlaði að fara. Rétt í því að eg fór út, nam vagn staðar fyrir framan dyrnar. Út úr vagninum sté aldraður maður með stóra fagra hvíta liljú í hendinni. Hún minti mig á liljuna okkar heima. Eg gat ekki að þvi gjört, eg varð að fara inn í samkomusal- inn aftur. Liljan var látin á ræðustólinn. Eg gat ekki af henni litið. Eg gaf ekki gaum að neinu öðru. Svo fór hann að segja t söguna um liljuna. Hún hafði mjög mik- il áhrif á mig, því að hún var saga okkar. fFramh. á bls. 190)

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.