Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 6
STJARNAN 182 svara'Öi faÖir minn blí'Ölega. “Eg vil ekki aö þú verÖir fyrir vonbrigöum, en ef það er vilji Guðs, þá mun það koma okkur til bjargar.” “Það er vilji hans,” svaraði móðir min með fullu trausti. “Eg er sannfærð um að Guð er nálægur. Viö klæddum okkur í flýti og skriðum upp mjóan stigann- Aldrei mun eg gleyma þeirri sjón, sem við sáuni á þilfarinu. Allir um borð höfðu safnast saman á þeirri hlið skipsins, sem vissi i áttina hvaðan hjálpar mætti vænta. Enginn mælti orð frá munni. Ekkert sást með berum augum, svo kíkir skipsins var rétt- ur mann frá manni, til þess að allir gætu séð það með eigin augum. Það leit út fyrir að vera skip og brátt urðum við þess fullviss að svo var, en mundi það stefna í áttina til okkar, eða líða fram hjá eins og draumsjón? Skipið nálægðist meir og meir. Brátt gátum við greint það með berum augum. Við vorum alt of veikburða, til þess að geta gefið merki, en engu síður stefndi það .beint á okkur. Innan skamms köll- uðu þeir til okkar, en enginn okkar á meðal var fær um að láta til sín heyra. Skipið nálgaðist og létti eigi fyr en það var hæfilega langt frá okkur, þá drógu þeir bát á flot með fjórum mönn- um í og var einn þeirra auösjáanlega skipstjórinn. Eftirvæntingin sem lýsti sér hjá okkur öllum, stendur mér enn í fersku minni, þótt eg þá væri einungis barn að aldri. Skipstjórinn var hinn fyrsti, sem kom upp á skip okkar, og er hann steig á þil- farið og sá eymdarástand okkar, tók hann ofan og sagði mjög alvörugefinn: “Nú trúi eg því að til er Guð á himnum.” Þetta var einn af gufubátum þeim, er áttu að hjálpa seglskipum inn á hafnir, en þeim voru sett takmörk hve langt þeir máttu fara út á hafið, til að leita skipa þeirra, er þurfa kynnu hjálpar við. En ]iað var undarleg saga, sem sá skipstjóri sagöi okkur og er hún á þessa leið: Þegar hann var farinn svo langt út frá höfninni, sem lögin leyfðu, fekk hann ómótstæðilega löngun til að halda lengra, þótt ekkert skip sæist. Stýrimaður hans mælti á móti þessu og minti hann á, að hann mundi verða fyrir fjárútlátum ef hann héldi lengra. Skipstjórinn svaraði aðeins: “Eg get ekki að því gjört, eg verð að fara lengra ” Smám saman varð skipstjórinn ákaflega sjóveikur. Það hafði ekki komið fyrir hann hin síðastliðnu tuttugu ár- Hann var neyddur til að fara í kojuna, en hann afsagði með öllu aö snúa aftur og skipaði þeim að halda til hafs. Skipverjar hans gjörðu samsæri. Matarforði þeirra var lítill og þeir réðu með sér, að þeir skyldu taka málið í sínar hendur, því að þeir héldu að skipstjórinn væri ekki meö öll- um mjalla. Skipstjórinn var eyðilagður er hann heyrði áform þeirra og grátbændi þá um að halda áfram, og ef þeir um sólarupp- komu næsta niorgun sæu ekkert, sem gæti réttlætt athöfn hans, ])á lofaði hann að snúa aftur undir eins. Skipverjar voru trauðir, en létu þó til leiðast. I dögun sáu þeir eitthvað hreyf- ingarlaust úti við sjóndeildarhringinn. “Haldiö þangað,” sagði skipstjórinn með áherzlu. “Þetta er það, sem við er- um að leita að.” Á sömu stundu hvarf sjóveikin frá hon- um og hann tók sjálfur við stjórn skips- ins. Skipstjóri þessi hafði verið frí- hyggjumaður, en þegar hann sá eymdar- hag okkar, þá sannfærðist hann og kanrr aöist við, að hann hefði verið leiddur af æðra valdi, og að það hlyti að vera til Guð á himnum. Seinna þegar honum var sagt, að móðir mín hefði beðist fyrir alla nóttina, þá trúði hann því einnig aö Guð heyrir bænir barna sinna og svarar þeiin. Það voru rétt fjórar vikur frá því, að við sigldum frá Kingston á Jamaica, þangað til að við náðum höfn i New Orleans.”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.