Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 10

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 10
i86 STJARNAN “Vissulega,” svaraÖi Helen. “Eg hefi verið að hugsa um þetta efni. Við kom- um yfir til ykkar í kveld.” “Mig langar mjög til að heyra um þetta atriði,” sagði Hefen, er hún hafði fengið sér sæti í stofu Syversens hjón- anna urn kveldið. “Þetta er svo ólíkt þvi, sem okkur hefir verið kent, en eg held nú samt að það væri hetra fyrir John að hann vissi ekkert, heldur en að vera í himnaríki- Konan hans og börnin munu mæta mörgum erfiðleikum, og það mundi hryggja hann að vita það.” “Það virðist svo vera,” sagði hr. Syver- sen, “en eg vona þó að hún móðir mín sé í himnaríki.” “Frederick,” greip kona hans fram i fyrir honum, “hún hlyti að vera niður- brotin af sorg yfir því að sjá hvernig það gengur fyrir sumum börnum hennar. Við skulum ekki bíða lengur , heldur fara að lesa hvað orðið segir. Hér er fyrsta versið. I. Þess. 5:23. “En sjálfur friðarins Guð helgi yður algjörlega, og gjörvallur andi yðar, sál og líkami varðveitist ólastanlega við komu Drottins vors Jesú Krists.” “Það virðist hér eins og maður hafi þrjá parta, ekki einungis sál og líkama, eins og presturinn sagði,” greip maður Helenar fram í. “Eg las í gærkveldi i Préd. 12:/. að “andinn fer til Guðs,” svaraði Helen. ‘Það er rétt,” mælti frú Syversen. “En það á við alla menn, bæði vonda og góða Það er ekki um sálina, sem hér er að ræða. 1 Sálm. 104:29 lesum við: “Þú tekur aftur anda þeirra, þá andast þau.” “Við viljum fá að vita hvað verður um sálina.” “Eg ætla að lesa seinni partinn af Esek. 18:4.: “Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.” “Hér stendur í bréfinu að Sálm. 89:49 bendi á að sálin fari ofan í gröfina, og ætla eg að lesa það: “Hver er sá, er lifi og sjái eigi dauðann, sá er bjargi sálu sinni úr greipum heljar?” “Fer þá sálin ekki til himnaríkis?” spurði hr. Syversen. “Hér stendur í 1, Mós. 2 :J. að “þannig varð maðurinn lifandi sál,” þegar lífs- andinn . (andardrátturinn) sameinaðist líkamanum, svo sálin er þá ekki sérstök vera út af fyrir sig.” “Eg las í dag,” sagði Helen, “i Postula- sögunni 2 :29~34-, að Davíð konungur sté eklci til himna. Það virðist vera í sam- ræmi við versið, sem við lásum í Sálm. 89. og í 9. kap. Prédikarans.” “Hvað er dauðinn þá?” spuröi maður Helenar. “Þlér er svarið upp á það,” svaraði frú Syversen. “I Jóhannesar guðspjallinu 11. kap. höfum við frásögnina um dauða Lazarusar. Jesús segir í 11. versinu að hann sé sofnaður, en i 13. og 14. versun- um segir hann lærisveinunum berlega, að Lazarus sé dáinn. Hér stendur einnig að Jesús kalla'ði á Lazarus og sagði: “Kom þú út-” Jesús kallaði hann út úr gröfinni, en ekki niður af himnum.” “Sofnaður,” sagði Helen eins og við sjálfa sig, en þó upphátt. “Það minnir mig á sálminn, sem við sungum við greftr- un Johns: “Sofnaður sæll i Guði.” Það hefir mér aldrei fyr til hugar komiS. John getur ekki samtímis verið bæði sofandi og vakandi, það segir sig sjálft.” “Þetta eru ótvíræð orð Bibliunnar,” sagði hr. Syversen, “en fer þá aldrei neinn til himna?” “Við skulum sjá,” svaraði kona hans um leið og hún leit yfir lista tilvitnan- anna. “Hér er 1. Þess. 4:16,17, við skul- um lesa það: “Því sjálfur Drottinn mun með kalli, með höfuðengils raust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni, og þeir, sem dánir eru i trú á Krist, munu fyrst upp risa; síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verða, ásamt þeim hrifnir í skýjum til fundar við Drottinn í loftinu; og síðan munum vér vera með Drotni alla

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.