Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 12

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 12
STJARNAN 188 Lífsreynsla og œfiskeið jóseps Bates XXII. KAPÍTULI. Siglingadagar mínir voru nú á enda. Eg hafði ákveðiÖ að vera kyr heima. Einu sinni enn hafði eg mikla ánægju af aÖ hafa samfélag við trúbræður mína í læri- sveina söfnuðinum. Eg tók einnig til ó- spiltra málanna í bindindisstarfinu í félagi við hina áðurnefndu samverkamenn, sem höfðu unnið af kappi meðan eg hafði ver- ið fjarverandi. Faöir minn sálugi hafði ákveðið í erfða- skrá sinni að eg skyldi aðstoða móður mína í því að ráðstafa búinu. En áður en árið var liðið dó einnig móðir mín. Nú varð eg bóndi og reyndi mitt bezta að vinna jörð, sem eg hafði tekið að erfðum frá föður mínum. Með þeirri tilsögn, sem eg gat fengið úr búnaðarblaði einu, ásamt nokkrum skildingum, sem eg hafði á reiðum höndum, kom eg því fljótt í framkvæmd að jörðin leit-alt öðruvísi út en þegar eg tók við henni; en tekjurnar voru fremur litlar. Konan min hafði látið í veðri vaka, ?ð hún æskti þess að eg fengi einhverja vel- launaða atvinnu á landjörð, til þess að eg gæti verið heima fyrir. Eg hafði lofað henni, að þegar eg hefði safnað nógu miklum fjársjóð til að geta lifað af, mundi eg hætta að sigla og halda kyrru fyrir heima. Þegar eg var spurður hve mikil sú upphæð ætti að vera, svaraði eg: ' “Tíu þúsund dollarar.” Eftir að eg haföi öðlast von hins kristna manns, fann eg að það var auðveldara að segja: “Þegar eg hefi nóg, útlitið er bjart og Drottinn bless- ar mig.” Nú gafst mér tækifæri til að lesa nokk- uð mikið í blöðum og tímaritum um á- standið hingað og þangað og meðal ann- ara fann eg einnig blað, sem talaði máli siglingamanna. Með aðstoð nokkurra vina myndaðist “Fairhaven sjómannafélag-” Lítið kristniboðsblað, sem nefnt var “Mis- sionary Herald” vakti einnig áhuga minn fyrir kristniboði meðal heiðingjanna. Þar að auki tók eg þátt í því starfi, sem ame- ríska smáritafélagið rak, og dreifði eg meðal fólksins mörgum smáritum, sem fjölluðu um kristindóm og bindindi. En áhugi ininn fyrir því starfi rénaði, þegar það neitaði að prenta eða gefa út nokkurt smárit, sem mælti á móti þrælahaldinu, sem á þeim tíma var í blóma sínum. Eg áleit að félagið með því kæmi í bága við sjálft sig og gæti ekki varið þá skoðun. Áhugi minn fyrir afnámi þrælahaldsins var þegar vaknaður. Árið 1832 lét lærisveina-söfnuðurinn reisa nýja kirkju í Fairhaven og undir eins og búið var að lúka verkinu á henni, fórum vér að halda vakningarsamkomur, sem Drottinn blessaði með frelsun margra sálna. Þetta starf dreifðist út til annara safnaða í bænum og í margar vikur heyrði maður um morgun, eftirnón og kvelcí klukkurnar gjalla og sá fólkið streyma á samkottiurnar. Það virtist vera eins og allir bæjarbúar hefðu orðið fyrir áhrifum Guðs Anda. Árið 1831 var sagt að í Bandaríkjun- um væru þrjú þúsund bindindisfélög þeg- ar mynduð og að meðlimatala þeirra væri 300,000. Svo miklum framförum hafði þetta starf tekið á fjórum árum síðan það hóf göngu sína í Fairhaven. Fyrir og eftir áramótin 1831 og 1832 fóru menn i mörgum ríkjum að mynda < l I

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.