Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 13

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 13
STJARNAN 189 félög til að' vinna á móti þrælahaldinu og heimtuðu þau aÖ þrælarnir yrÖu tafar- laust látnir lausir. Leiðtogar þessara fé- laga uröu oft og tíðum ofsóttir, þeim var misþyrmt og mættu þeir miklu mótlæti i starfi sínu fyrir hina kúguðu þræla í landi okkar. Bg áleit það nauðsynlegt, jafnvel þótt eg hefði tapað vinum fyrir að hafa tekið þátt í bindindisstarfinu, að láta skoðun mína í ljós gagnvart þræla- haldinu líka. Mér fanst eins og Guð gæti ekki verið með mér, nema eg tæki málstað hinna kúguðu. Þótt skoðanir meðlima safnaðarins, sem eg tilheyrði, væru skift- ar í þessum efnum, þá voru þó nokkrir sem viðurkendu réttmæti starfsins á móti þrælahaldinu- Og árið 1835 vorum við komnir svo langt á leið aö við í Fairhaven gátum myndað félag til að vinna á móti þrælahaldinu. Við mættum mikilli mót- spyrnu frá andstæðingum okkar, en samt sem áður tók félagsskapur okkar miklum framförum. Meðan verið var að ræða þrælahalds- spursmálið af kappi átti viðburður sér stað, sem hafði eftirminnileg áhrif á huga margra, nefnilega hið mikla stjörnuhrap 13. nóvember 1833. Margir hafa ritað lýsingar af þessum undraverðu náttúru- fyrirbrigðum, en eg ætla ekki að tilfæra neinar þeirra hérna. Það var um þetta leyti mikil æsing í huga manna út af þessum siðbóta-hreyf- ingum, sér í lagi út af þrælahalds-spurs- málinu og bindindismálunum. Það óskilj- anlegasta var, að prestar, sem höfðu langa reynslu og voru mikilsmetnir í mannfélaginu og söfnuðunum, skyldu geta varið þrælahaldið og áfengissöluna, þrátt fyrir alt hið- illa, sem þetta hafði í för með sér, og þannig dregið meiri hluta safnaðanna á band sitt. Aðrir þóttust vera hlutlausir, en ætluðu aðeins að bíða þangað til að þeir sæu hvaða stefnu vinir þeirra mundu taka i þessum málum. Samt sem áður voru þó nokkrir, sem höfðu kjark og manndáð í sér til að ganga fram undir fána siðabótamanna. Þegar eg var búinn að reisa allar bygg- ingar á jörð minni, fór eg eftirfarandi árin að gróöursetja mórberjatré í stórum stíl í þeim tilgangi að framleiða silki. Silkiormarnir verða sem sé að hafa lauf þessarar trjáa fyrir fæðu. Margir aðrir reyndu slíkt hið sama um þær mundir og höfðu sumir þeirra býsna mikinn ágóða, en öðrum gekk ekki eins vel. Eg. rak þessa atvinnugrein samkvæmt þeim beztu upplýsingum, sem eg hafði getaö útvegað mér henni viðvíkjandi, og gjörði allan nauðsynlegan undirbúning og leit út fyrir að eg myndi hafa mikinn ágóða af henni. Haustið 1839, meðan eg átti annríkt ; aldingarðinum mínum, kom kunningi minn, presturinn í lærisveina-kirkjunni, og spurði mig hvort eg vildi ekki fara með honum til New Bedford, tvær mílur þaðan, og hlusta á hann prédika um end- urkomu Krists. Eg spuröi hvort hann héldi að hann gæti sannað nokkuð viðvíkj- andi endurkomu Frelsarans. Hann sagð- ist halda að hann gæti það- Hann bætti því við að hann hefði verið beðinn um aö tala fimm sinnum í kirkjunni í New Bed- ford um þetta efni, Eg lofaði að vera með honum, en eg fór að hugsa mikið um það, hvort það virkilega skyldi vera nokkrum manni mögulegt aö geta sagt nokkuð ákveðið um endurkomu Frelsar- ans. Skömmu áður en þetta vildi til hafði annar prestur í heimboði hjá nokkrum vina sinna sagt, að hann hefði frétt að einhver hr. Miller prédikaði í New Yorlc ríkinu, að menn gætu búist við endurkomu Krists um 1843. Eg held aö það hafi ver- ið í fyrsta sinn sem eg hefi nokkurn tíma heyrt nokkuð unt það atriði. Það virtist í mínum augum svo ómögulegt, að eg reyndi að rnæla ámóti því, en mér var þá sagt, að hann notaði margar ritningar- greinar sínu máli til sönnunar. En þegar eg heyrði fyrstu prédikun ofannefnds prests um þetta efni og þær sannanir, sem hann benti á í Ritningunni, fékk eg mik- inn áhuga fyrir því og það sama er að

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.