Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 15

Stjarnan - 01.12.1930, Blaðsíða 15
STJARNAN FRÉTTIR Eftir aö hafa verið lausir við alla kenslu í barnaskólum á ítaliu í fjörutíu ár, fengu kaþólskir prestar síðastliðinn október mánuð leyfi til að kenna í skól- um landsins einu sinni enn. Þegar páf- inn tapaði veraldarvaldi sínu árið 1870, var með lögum bannað að kenna kaþólska trú í mentaskólum og háskólum á ítalíu, en kverið var kent i öllum barnaskólum. Bftir að páfinn nú hefir fengið veraldar- vald sitt aftur, geta kaþólskir prestar far- iö hindrunarlaust inn í alla mentaskóla landsins, til þess að skýra fyrir nemend- unum kaþólska trú, lög kirkjunnar og sakramentin. Öll börn verða að hlusta á þetta, en foreldrum er leyft að sækja um undanþágu fyrir börn sín. f byrjun þessa skólaárs fengu barnaskólarnir þrjár nýjar lestrarbækur, gefnar út af facistanefnd. í þessum bókum verða börnin að sjá sögu ítalíu, stjórnarfar og hagfræði gegn um gleraugu Facista stefnunnar. Nú er farið að nota hinn svokallaða “Reno’’ hring, til að greina konur, sem hafa sagt skilið vi‘S eiginmenn sína, frá ungfrúm, giftum konum og ekkjum. Er svartur onyx steinn á hringnum og á hann er ritað orðið: “Frjáls.” Margar konur eru þegar farnar að bera þennan hring. Ignace Padrewsky, hinn mikli heims- frægi pólverski píanóleikari, er nú orð- inn sjötugur, en samt sem áður mun hann leika x New York í vetur. Þegar hann var spurður hvers vegna hann gjörði það, svaraði hann: “Eg er fátækur og þarf peninganna meS.” Fátækt hans stafar að nokkru leyti af þvi að hann sér um sex aðra fátæka píanóleikara, sem eru að reyna að brjótast áfram til frægðar. Chili á vesturströnd Suður-Ameríku er nú orðið annað mesta koparland í heimi. 191 STJARNAN kemur út mánaöarlega Útgefendur: The Western Canadian Union Conference S.D.A. Stjarnan kost- ar $1.50 um árið í Ca.nada, Bandaríkj- unum og á íslandi. (Borgist fyrirfram). Ritstjóri og rdðsmaður: DAVÍÐ GUÐBRANDSSON. Skrifstofa: 306 Sherbrooke St., Winnipeg, Man. Phone: 31708 Hafa Norður-Amerikumenn látið afar- mikið fé í námureksturinn og þar af leið- andi getur Chili nú franxleitt svona mik- inn kopar. Fyrir nokkru var kornið með tillögu um að reisa sameiginlegt fangahús fyrir öll Bandaríkin í nánd við Fort Henry skarnt frá borginni Baltimore í Maryland ríkinu, fæðingarstað stjörnufána Bandaríkjanna, en svo mikill mótmælingastormur skall á, að hæstaréttardeild stjórnarinnar var neydd til að sleppa því fyrirtæki algjör- lega. Hinn nýi háskóli, sem nú er ákveðið aS reisa í Pittsburgh í Pennsylvania ríkinu, mun hafa f jörutíu og tvær hæðir. Verður hann vafalaust hæsti skóli í heimi. í Svíþjóð gáfu menn árið sem leið $1,322,000 til heiðingja-kristniboðsins. Verður sú uphæð hér um bil króna á hvert mannsbarn í landinu. Var þaS 13% fram yfir það, sem var gefið hið undanfarna ár- Fyrsta silkið kom til Lundúnaborgar á Englandi árið 1797. Það vakti svo mikla undrun hjá bæjarbúum, að allir vildu sjá það og var manneskjan, sem bar silkifötin tekin höndurn og hnept í fangelsi fyrir að hafa svift borgarbúa friðnum.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.